Sumarstarf-gagnaöflun vegna gróðurelda

Skorradalshreppur, með stuðningi Vinnumálastofnunar, auglýsir eftir sumarstarfsmanni.
Um er að ræða tveggja mánaða starf fyrir námsmann, eldri en 18. ára við heimildaöflun um alla gróðurelda sem skráðir hafa verið á Íslandi. Ekki er krafist sérþekkingar, en verkefnið útheimtir nákvæmi og þolinmæði. Vinnutímabil er frá 1. júní til 1.ágúst, eða eftir samkomulagi. Samkvæmt reglum Vinnumálastofnunar þurfa umsækjendur að vera með heimilisfesti í Skorradalshreppi.
Umsóknir ásamt staðfestingu um skólavist skulu póstlagðar til oddvita eigi síðar en 13. maí n.k. Oddviti Davíð Pétursson Grund Skorradal 311 Borgarnes