Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.
Dagverðarnes í Skorradal
Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.
Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði.
Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send sveitarstjórn Borgarbyggðar til kynningar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu.

Tillöguna má sjá nánar í skipulag í kynningu.