Tillaga að breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

Hreppsnefnd auglýsir hér með tillögu breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar breytta landnotkun í landi Dagverðarness á svæði ofan Skorradalsvegar (508) skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br..
Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér aðhluti frístundabyggðasvæðis sem er 3,9 ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar, en í þess stað verður skilgreint skógræktarsvæði.
Breytingartillagan er til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík og er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá

30. september til og með 11. nóvember 2019.

Hægt er að hafa samband við skipulagsfulltrúa varðandi ofangreinda tillögu breytingar aðalskipulags um netfangið skipulag@skorradalur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en þann 11. nóvember 2019. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.