Tillaga að breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun- og þjónusta og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda frístundabyggð.
Breytingartillagan er til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík og er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá
30. september til og með 11. nóvember 2019.
Hægt er að hafa samband við skipulagsfulltrúa varðandi ofangreinda tillögu breytingar aðalskipulags um netfangið skipulag@skorradalur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en þann 11. nóvember 2019. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.