Hreppsnefndarfundur – nr. 152

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 152

 

9. desember 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson , Jón E. Einarsson , Árni Hjörleifsson , Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

 

Almenn mál

1. Erindi frá Markaðsstofu Vesturlands – Mál nr. 2012002
JEE sagði frá skráningu á hugsanlegum áningastöðum á vegum Markaðsstofu Vesturlands.
Listinn samþykktur.
2. Grænn Viðskiptahraðall – Mál nr. 2012004
Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga ehf. um stöðu græns viðskiptahraðalls á Grundartanga og nágrenni.
ÁH kynnti málið. Samþykkt að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
3. Stafrænt ráð sveitarfélaga – Mál nr. 2012003
Lagt fram erindi frá Sævari Frey Þráinssyni um stafrænt ráð sveitarfélaganna.
Samþykkt að taka þátt í verkefninu.
4. Sorpplan – Mófellsstöðum – Mál nr. 2012005
ÁH lagði fram tilboð frá Hálstaki í að laga manir sem eru í kringum sorpplanið.
Samþykkt að fela oddvita að ganga til samninga við Hálstak. Kostnaður við verkið verður gjaldfærður í ár.
5. Minnisblað oddvita (samningar) – Mál nr. 2007001
ÁH fór yfir stöðu málsins.
Verið ennþá að afla gagna. Málinu frestað.
6. Bréf oddvita – Mál nr. 2010017
Áfram til umræðu.
Farið yfir stöðuna. Beðið er frekari gagna. Málinu frestað.
7. Fjárhagsáætlun 2021 – Mál nr. 2010010
Lögð fram til síðari umræðu.
Farið yfir áætlunina. Ákveðið að rýna nokkra liði betur. Frestað til næsta fundar.
8. Heilbrigðiseftirlit Vesturland. Fjárhagsáætlun 2021 og tillaga að gjaldskrá. – Mál nr. 2012006
Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðisfulltrúa með fjárhagsáætlun HEV fyrir árið 2021 ásamt tillögu að gjaldskrá.Breytingar eru á áætluninni frá fyrri árum og miklar breytingar, þ.e.a.s. hækkanir í tillögunni á gjaldskránni.
Samþykkt að hafna fjárhagsáætlun HEV fyrir 2021 og henni vísað til baka til stjórnar Heilbrigðiseftirlitsins til endurgerðar. Hækkanir á leyfisgjöldum í gjaldskrátillögunni eru alltof miklar miðað við eldri gjaldskrá. Ætla má gjaldskrátillögur séu hærri en raunkostnaður við eftirlitið, en samkvæmt 46 gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir má ekki taka hærra gjald en raunkostnað. Sést það á samanburði við gjaldskrár annara heilbrigðisumdæma. Einnig eru rangar heimildir í gjaldskrátillögunni um heimild til gjaldtöku og í ljósi þess hafnar hreppsnefnd gjaldskrártillögunni og leggur einnig til að önnur sveitarfélög á starfssvæðinu geri það sama. Gjaldskrátillögunni því vísað til baka til heilbrigðisnefndar HEV.
9. XXXV. landsþing Samband Íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2012008
Boðun XXXV. landsþing sambandsins sem fram rafrænt þann 18. desember n.k.
Samþykkt að PD verði fulltrúi á landsfundinum, þar sem bæði ÁH sem er aðalmaður og JEE sem er varamaður komast ekki.
10. Samráð minni sveitarfélaga – tillaga til XXXV landsþings – Mál nr. 2012009
Lögð fram drög að tillögu frá Þresti Friðfinssyni sveitarstjóra Grýtubakkahrepps í tengslum við eflingu sveitarstjórnarstigsins og lögfestingu íbúalágmarksins.
Samþykkt að styðja og vera meðflutningsaðilar með tillögunni á komandi landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir til staðfestingar

11. Skipulags- og byggingarnefnd – 145 – Mál nr. 2011004F
Lögð fram fundargerð frá 1. desember s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 15 liðum.
11.1 1802001 – Húsakönnun 2018
11.2 2010005 – Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
11.3 2010005 – Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
11.4 2011003F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 58
11.5 2010001 – Fitjahlíð 8 umsókn um bygg.leyfi
11.6 2012001 – Stofnun lóðar í landi Vatnshorns
11.7 2006002 – Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags
11.8 2011014 – Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki
11.9 1907002 – Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags
11.10 2009001 – Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags
11.11 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
11.12 1811007 – Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi
11.13 1908011 – Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag
11.14 2011015 – Umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123-2010, mál 275
11.15 1909017 – Endurskoðun aðalskipulags

Fundargerðir til kynningar

12. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands – fundargerðir nr. 161, 162 og 163 – Mál nr. 2012007
Lagðar fram fundargerðir nr. 161,162 og 163.
Lagðar fram til kynningar.

Skipulagsmál

13. Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 1908011
Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu frá 20. október til og með 1. desember 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Gera þarf breytingu á 4. og 9. gr. í samræmi við umsögn slökkviliðsstjóra. Einnig þarf að breyta 10. og 17. gr. í samræmi við athugasemdir nefndarinnar. Uppdrætti verði einnig breytt í samræmi við breytingar greinargerðar. Nefndin leggur einnig til að afmörkun skipulagssvæðis verði höfð óbreytt frá eldra skipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Dyrholts í landi Indriðastaða ásamt ofangreindum athugasemdum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Hreppsnefnd samþykkir nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Dyrholts í landi Indriðastaða ásamt ofangreindum athugasemdum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
14. Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2006002
Málinu var vísað frá 150. fundi hreppsnefndar til skipulags- og byggingarnefndar að beiðni skipulagsfulltrúa, þar sem athugasemd barst á grenndarkynningartíma, en bókað hafði verið á 144. fundi skipulags- og byggingarnefndar að engin athugasemd hafði borist. Innsend athugasemd hefur verið yfirfarin og lagt er til að koma til móts við innsenda athugasemd með því að breyta grenndarkynntri tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags á þann veg að þakform og hæða húss verði skilgreint í samræmi við framlagða teikningu byggingar frístundahúss og heimilað byggingarmagn lóðar verði 147,7 fm.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna niðurstöðu sveitarstjórnar til þeirra sem tjáðu sig um hina grenndarkynntu tillögu, senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna niðurstöðu sveitarstjórnar til þeirra sem tjáðu sig um hina grenndarkynntu tillögu, senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
15. Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2009001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 16. okt. til og með 16. nóv. 2020. Engin athugsemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
16. Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1907002
Á 137. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að breyta deiliskipulagi er varðar legu byggingarreits sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt. Samkvæmt ábendingum lögfræðings sveitarfélagsins er ekki heimilt sbr. gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að byggja nær lóðarmörkum innan frístundabyggðar en 10 m. Lagður hefur verið fram nýr uppdráttur þar sem tekið hefur verið tillit til ofangreinds. Breytingin felur í sér að lega byggingarreits breytist á báðum lóðum. Á lóð Hvammskógi 21 verði hámarks hæð frístundahúss 6,5m í stað 5,2 m, heimilað byggingarmagn lóðar verði 150 m2 í stað 120m2 og heimilt verði að byggja kjallara. Á lóð Hvammsskógi 23 verði heimilt að byggja 35 m2 gestahús í stað 30 m2 og heildar byggingarmagn lóðar verði 220 m2 í stað 265 m2. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimili óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita, hæð bygginga, og heildarbyggingarmagn lóða og hún verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita, hæð bygginga, og heildarbyggingarmagn lóða og hún verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 00:45.