Hreppsnefndarfundur nr.169

Hreppsnefndarfundur nr. 169 verður haldinn miðvikudaginn 6.júlí kl:17 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3.

Dagskrá:

1. Erindi frá Borgarbyggð – 1811003
Farið yfir stöðu samninga við Borgarbyggð og farið yfir punktana frá Haraldi Líndal og viðbrögð Borgarbyggðar við þeim.

2. Reglur Skorradalshrepps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna – 2206007
Lagðar fram tillögur að launakjörum sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

3. Kosning fulltrúa í  SSV – 2206001
Kosning fulltrúa Skorradalhrepps á fundi SSV.

4. Kosning fulltrúa í Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – 2206008
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps á fundi Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

5. Skipun áfangsstaðafulltrúa sveitarfélagsins – 2207004

Fundargerð

6. Skipulags- og byggingarnefnd – 162 – 2206002F
6.1 2206019 – Kosning formanns og varaformanns
6.2 2206021 – Skógrækt í Skorradal
6.3 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021
6.4 2204001 – Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags
6.5 2204002 – Refsholt 42, breyting deiliskipulags
6.6 2205001 – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun
6.7 1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
6.8 2206012 – Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
6.9 2205012 – Skógrækt í Vatnshorni, framkvæmdaleyfi

Fundargerðir til kynningar

11. Fundargerðir nr. 910 og 911 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2207003
Lagðar fram fundargerðir nr. 910 og 911 stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skipulagsmál

7. Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags – 2204001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

9. Stóra Drageyri, skógrækt framkvæmdaleyfi – 2207002
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til skógræktar í landi Stóru Drageyrar. Um er að ræða fjölnytjaskóg með blönduðum trjátegundum. Helstu markmið skógræktarinnar er kolefnisbinding, jarðvegsvernd, nytjar auk þess sem hann mun nýtast til útivistar. Um er að ræða svæði sem er utan afmörkunar um fyrirhugaða skógrækt í landi Stóru Drageyrar sbr. Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 (ASK). Hluti svæðis er með hverfisvernd votlendis sbr. ASK.

10. Refsholt 42, breyting deiliskipulags – 2204002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Framkvæmdarleyfi

8. Bakkakot, óleyfisframkvæmd – 2206020
Skipulagsfulltrúi óskaði eftir því við, skógræktina, þann 15. júní sl. að stöðva gróðursetningu skógarplantna sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í landi Bakkakots. Stöðvun var samþykkt af Skógræktarstjóra þann 16. júní sl. Verið var að gróðursetja í svæði sem eru samanlögð yfir 20 ha að stærð og að því gefnu ber að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir gróðursetningu. Enn fremur var verið að gróðursetja í land sem er að mestu yfir 300 m y.s. og utan afmörkunar fyrirhugaðrar skógræktar sbr. Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Land ofan 300 m y.s. í innsta hluta Skorradals er með hverfisvernd er varðar vistkerfisvernd votlendis. Umráðandi lands stóð að framkvæmdinni og hefur ekki óskað eftir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu. Umrædd gróðursetning mun hafa áhrif á umhverfið, breytir ásýnd þess og er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Óheimilt var að hefja framkvæmdina enda lá ekki fyrir samþykki leyfisveitanda um útgáfu framkvæmdaleyfis. Umráðandi lands leitaði ekki eftir leiðsögn embættisins um fyrirhugaða framkvæmd. Embætti hafði því enga vitneskju um fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsfulltrúi leitar eftir sbr. því sem ofan greinir staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun framkvæmdar sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. í landi Bakkakots.