Hreppsnefndarfundur nr. 182

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 182

Föstudaginn 5. maí 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, GuðnýElíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:
Almenn mál

1.  Ársreikningur Skorradalshrepps 2022    – Mál nr. 2305001
Lagður fram til fyrri umræðu.
Haraldur Örn Reynisson frá KPMG kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Hreppsnefnd sammála um að færa hluta skammtímakrafna sem langtímakröfur.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

Gestir
Haraldur Örn Reynisson, KPMG –

2.   Erindi frá byggingarfulltrúa    – Mál nr. 2305002
TSV sf. segir upp verksamningi við Skorradalshrepp um störf sem byggingarfulltrúi.
Lagt fram. Uppsögnin gildir frá 1. apríl s.l. Oddvita falið að vinna að málinu.

3.   Kaup Björgunarsveitarinnar Oks á nýjum jeppa    – Mál nr. 2303003
Mál frá fundi nr.179 þar sem Björgunarsveitin Ok óskaði eftir styrk vegna kaupa á nýjum jeppa.
Samþykkt að styrkja bílakaupin um 70.000 kr.

4.   Erindi frá knattspyrnudeild Skallagríms    – Mál nr. 2305003
Knattspyrnudeild Skallagríms óskar eftir styrk í blaðið Skallinn með því að selja Skorradalshrepp auglýsingu.
Hreppsnefnd þakkar beiðnina, en sér ekki fært að kaupa auglýsingu í blaðinu.

5.   Erindi vegna afþreyingarþjónustu í Skorradal    – Mál nr. 2305004
Erindi frá Ferðaþjónustufyrirtækinu Simply the West um afþreyingarþjónustu í Hreppsnefnd getur hvorki hafnað eða samþykkt erindið, þar sem sveitarfélagið hefur ekki umráð yfir því landssvæði sem málið tekur til um. Fyrirspyrjanda bent á að hafa samband við landeigendur þess svæðis sem er rætt um í erindinu.
Hreppsnefnd vill þó taka fram að ef einhverjar framkvæmdir eru fyrirhugaðar s.s landmótun eða annað þ.h. er skylt að slíkt fari til Skipulags- og byggingaryfirvalda sveitarfélagsins til afgreiðslu.

6.   Erindi vegna efnistöku í Skorradal    – Mál nr. 2305005
Tryggvi Valur Sæmundsson óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórnar vegna skorts á efnistökusvæðum í Skorradalshrepp.
Sveitarfélagið hefur ekki lögbundið hlutverk að útvega efnistökusvæði fyrir verktaka og íbúa en mun bregðast við um leið og óskir um efnistöku koma. Erindi vegna efnistöku skulu berast Skipulagsfulltrúa, sem leiðbeinir um næstu skref.
Oddvita falið að svara erindinu.
KJ vék af fundi undir þessum lið.

Fundargerð

7.   Skipulags- og byggingarnefnd – 172    – Mál nr. 2304003F
Lögð fram fundargerð frá 25. apríl s.l. Fundargerðin samþykkt í öllum 12 liðum. JEE vék af fundi afgreiðslu 12. liðar
fundargerðinnar.
7.1   2304014 – Forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar
7.2   2304005 – Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg
7.3   2206021 – Skógrækt í Skorradal
7.4   2304006 – Umsögn um frumvarp til laga um land og skóg
7.5   2302031 – Indriðastaðir 25
7.6   2304013 – Kynningarfundur um Skipulagsgátt fyrir sveitarfélög
7.7   2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
7.8   2304012 – Mófellsstaðakot, Aðalskipulag – óveruleg breyting

Fundargerðir til kynningar

8. Fundargerðir nr. 920, 921, 922, 923 og 924 stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga    – Mál nr. 2305006
Lagðar fram til kynningar.

9. Fundargerð nr.180 hjá stjórn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.    – Mál nr.2305007
Lögð fram

10.Fundargerð 15. fundar stjórnar Fjallsskilumdæmis Akraneskaupstaðar,Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.    – Mál nr. 2305008
Lögð fram

Skipulagsmál

11.   Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag    – Mál nr. 2103006
Innviðarráðuneytið fellst á undanþágu frá ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er varðar fjarlægð þriggja byggingarreita frístundahúsa á lóðum nr. 300, 301 og 302 í Dagverðarnesi svæði 9.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Hreppsnefnd samþykkir að deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar
sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.   Mófellsstaðakot, Aðalskipulag – óveruleg breyting    – Mál nr. 2304012
Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Mófellsstaðakots. Lögð er fram óveruleg breyting sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin felur í sér að heimilt verði að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði meðal annars með gistingu fyrir allt að 15 gesti. Það er mat nefndarinnar að tillagan sé óveruleg þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á nágranna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við
hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar og skipulagsfulltrúa verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarnefndar. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar.
JEE vék af fundi undir þessum lið.

Byggingarleyfismál

13.   Indriðastaðir 25    – Mál nr. 2302031
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br. frá 24. mars til 24. apríl 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma er varðar lóðamörk.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við lagfærða byggingarleyfisumsókn. Innsend athugasemd varðar stærð og afmörkun lóðar og hefur ekki áhrif á byggingaráform þar sem ljóst er að bygging mun standa að lágmarki 10 m frá lóðamörkum nágranna lóða. Farið er þess á leit við lóðarhafa Indriðastaða 25 og 32 að lóðarafmörkun verði lagfærð sbr. innsenda athugasemd.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við lagfærða byggingarleyfisumsókn. Farið er þess á leit við lóðarhafa Indriðastaða 25 og 32 að lóðarafmörkun verði lagfærð sbr. innsenda athugasemd.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20:00.