Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD, í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til kynningarfundar Ársal í Ásgarði á Hvanneyri (efstu hæð nýja skólahússins) kl. 20:00 fimmtudaginn 14.júní 2012.
Eigendur sumarhúsa í Skorradal, íbúar og landeigendur eru sérstaklega boðaðir og hvattir til að mæta, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila og öðrum hlutaðeigendi.
Dagskrá:
- Kynning á lokadrögum ,,Viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal“ – Þetta er fyrsta viðbragðsáætlunin sem gerð er vegna gróðurelda á Íslandi. Áherslan er á björgun fólks af frístundasvæðum dalsins.
- Afhending á kynningarefni vegna forvarna og viðbragða ef kemur til rýmingar svæða.
- Kvöldhressing
- Kynnt og boðuð æfing og kerfisprófun símboðunar vegna tilkynningar um rýmingu. Kerfisprófunin er áætluð 16.júní.
- Almennar umræður og skyld mál (brennumál)
- Áætluð fundarslit kl. 22:00
Nánari upplýsingar gefur Hulda í síma 893-2789