Kynningafundur um viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal.

Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD, í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til kynningarfundar Ársal í Ásgarði á Hvanneyri (efstu hæð nýja skólahússins) kl. 20:00 fimmtudaginn 14.júní 2012.
Eigendur sumarhúsa í Skorradal, íbúar og landeigendur eru sérstaklega boðaðir og hvattir til að mæta, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila og öðrum hlutaðeigendi.
Dagskrá:

  1. Kynning á lokadrögum ,,Viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal“ – Þetta er fyrsta viðbragðsáætlunin sem gerð er vegna gróðurelda á Íslandi. Áherslan er á björgun fólks af frístundasvæðum dalsins.
  2. Afhending á kynningarefni vegna forvarna og viðbragða ef kemur til rýmingar svæða.
  3. Kvöldhressing
  4. Kynnt og boðuð æfing og kerfisprófun símboðunar vegna tilkynningar um rýmingu. Kerfisprófunin er áætluð 16.júní.
  5. Almennar umræður og skyld mál (brennumál)
  6. Áætluð fundarslit kl. 22:00

Nánari upplýsingar gefur Hulda í síma 893-2789