Niðurstöður sveitastjórnakosninga

Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kosninga urðu þessar. Aðalmenn: Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti 21 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 20 atkvæði Davíð Pétursson Grund 19 atkvæði Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp 18 aktvæðii Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum 15 atkvæði Varamenn í þessari röð: Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum Ágúst Árnason Felli …

Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Kjörstjórn Skorradalshrepps

Opnun tilboða í sorphirðu

Þriðjudaginn 4. maí sl. voru opnuð tilboð í sorphirðu í fyrrgreindum sveitarfélögum. Opnun tilboða í útboðsverkið „Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ Fjögur tilboð bárust í verkið og eru þau sem hér segir: 1 Íslenska Gámafélagið ehf kr. 496.074.584,- 2 Vélamiðstöðin ehf kr. 532.115.824,- 3 AK flutningar ehf kr. 595.764.455,- 4 Gámaþjónusta Vesturlands ehf kr. 602.903.526,- Verktími í …

Dagur umhverfisins

Í tilefni degi umhverfisins sem var 25. apríl sl. má lesa hér grein eftir K. Hulgu Guðmundsdóttur um gróðureldavá.

Tillaga að deiliskipulagi, svæði 8, Dagverðarnesi Skorradal

Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 8, Dagverðarnesi Skorradal skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulagstillagan felur í sér 18 frístundalóðir og opin útivistarsvæði. Þá er á svæðinu sérstakt skógræktarsvæði. Tillagan, uppdráttur ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá og með fimmtudeginum 18. mars 2010 til …

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal

Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal. Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði. Einnig er gerð sú …

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Dagverðarnes í Skorradal Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun …

Kjörsókn

Kjörsóknin í Skorradalshreppi fór frekar rólega af stað og kusu flestir seinni partinn. Á kjörskrá voru 44. Kjörsókn var 40.9% sem kusu á kjörstað en 56.8% þegar utankjörfundar atkvæði voru talin með.

Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“

Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“ Kjörstaður í Skorradalshreppi er Skátaskálinn Skátafell. Kjörstaður verður opnaður kl. 12, laugardaginn 6. mars n.k. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps fram að kjördegi. Kjörstjórn Skorradalshrepps Davíð Pétursson Fjóla Benediktsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson