Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kosninga urðu þessar. Aðalmenn: Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti 21 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 20 atkvæði Davíð Pétursson Grund 19 atkvæði Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp 18 aktvæðii Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum 15 atkvæði Varamenn í þessari röð: Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum Ágúst Árnason Felli …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Kjörstjórn Skorradalshrepps
Opnun tilboða í sorphirðu
Þriðjudaginn 4. maí sl. voru opnuð tilboð í sorphirðu í fyrrgreindum sveitarfélögum. Opnun tilboða í útboðsverkið „Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ Fjögur tilboð bárust í verkið og eru þau sem hér segir: 1 Íslenska Gámafélagið ehf kr. 496.074.584,- 2 Vélamiðstöðin ehf kr. 532.115.824,- 3 AK flutningar ehf kr. 595.764.455,- 4 Gámaþjónusta Vesturlands ehf kr. 602.903.526,- Verktími í …
Dagur umhverfisins
Í tilefni degi umhverfisins sem var 25. apríl sl. má lesa hér grein eftir K. Hulgu Guðmundsdóttur um gróðureldavá.
Auglýsing vegna breytingar á deiliskipulagi og svæðisskipulag í Vatnsenda áfangi 8
Sveitastjórn Skorradalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi og svæðisskipulagi í Vatnsenda áfanga 8 í Skorradal. Tillöguna má sjá nánar á skipulag í kynningu.
Tillaga að deiliskipulagi, svæði 8, Dagverðarnesi Skorradal
Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 8, Dagverðarnesi Skorradal skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulagstillagan felur í sér 18 frístundalóðir og opin útivistarsvæði. Þá er á svæðinu sérstakt skógræktarsvæði. Tillagan, uppdráttur ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri frá og með fimmtudeginum 18. mars 2010 til …
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal
Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dagverðarness í Skorradal. Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði. Einnig er gerð sú …
Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.
Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Dagverðarnes í Skorradal Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Breytingin felst í að opnu svæði, verslunar- og þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun …
Kjörsókn
Kjörsóknin í Skorradalshreppi fór frekar rólega af stað og kusu flestir seinni partinn. Á kjörskrá voru 44. Kjörsókn var 40.9% sem kusu á kjörstað en 56.8% þegar utankjörfundar atkvæði voru talin með.
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“ Kjörstaður í Skorradalshreppi er Skátaskálinn Skátafell. Kjörstaður verður opnaður kl. 12, laugardaginn 6. mars n.k. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps fram að kjördegi. Kjörstjórn Skorradalshrepps Davíð Pétursson Fjóla Benediktsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson