EI LÍF Í FRAM-SKORRADAL

EI LÍF Í FRAM-SKORRADAL ? afmorsvísur og annað gott…

Á haustjafndægri, n.k.föstud ( 23. sept.) fitja framdælingar í Fitjasókn og lengra komnir, upp á spaugsyrðum um sjálfa sig og aðra. Flestir eru raunar brottfluttir, en ganga aftur af þessu tilefni; í barndóm.

Fremstur í flokki er Helgi bóndi frá Háafelli/Snartarstöðum sem hendir fram stökum og Árgalir kveða rímur eftir Höskuld frá Vatnshorni, ef forlög og forfeður leyfa.

Hannes Blandon og Eiki Bó koma úr Eyjafirði og blúsa texta Hannesar við lög Cornelis Vreeswijk o.fl. um kirkjupólitík og stöku hjarðljóð. Afmorsvísur svo annað veifið…

Aðgangseyrir kr 1500 og frjáls framlög í Pakkhúsvinafélagið…

Ó-rafmögnuð hauststemning í Skemmunni á Fitjum