Kveðja til Grindvíkinga

Skorradalshreppur sendir íbúum í Grindavík hlýjar kveðjur og samhug, þar sem íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín og óvissa um framhaldið er algjör.
Hugur okkar og allra landsmanna er hjá Grindvíkingum.

Að sjálfsögðu er von sveitarfélagsins að þessar miklu náttúruhamfarir fái farsælan endi og íbúar geti snúið heim á ný sem fyrst.

Skorradalshreppur er ekki stór hreppur en ef við getum aðstoðað með einhverjum hætti standa að sjálfsögðu okkar dyr opnar eins og annarsstaðar. Ef einhverjir íbúar eða sumarhúsaeigendur eru til í að bjóða húsnæði sín eða veita aðra aðstoð endilega skráið húsnæði í boði hér.