106. Hreppsnefndarfundur

Hreppsnefndarfundur nr.106 er miðvikudagskvöldið 8.mars kl:20:30 í Hvannarhúsinu. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Sveitastjórnarfundur 8.febrúar kl:20:30

Sveitastjórnarfundur er í kvöld 8.febrúar kl:20:30 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: 1. ljósleiðaramál 2. bókhaldsmál 3. fara yfir bókun á 102.fundi sveitarstjórnar 4. fundargerð byggingar-og skipulagsnefndar.

Skorradalshreppur fær styrk úr Fjarskiptasjóð

Skorradalshreppur sótti um styrk til Fjarskiptasjóðs til að leggja ljósleiðara í sveitarfélaginu ásamt nokkrum bæum í Andakíl. Sótt var um 16.450 milljónir en Skorradalshrepp var úthlutað rúmlega 16.4 milljónum.

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 …

KÖNNUN Á ÁFORMUM MARKAÐSAÐILA VARÐANDI UPPBYGGINGU FJARSKIPTAINNVIÐA

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Skorradalshreppi, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Skorradalshrepps, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi. Einnig …

Ljósmyndasýningin – Eyðibíli í Skorradal allt árið

Úti, inni og allt um kring á eyðibýlinu Stálpastöðum í Skorradal, stendur yfir ljósmyndasýningin Eyðibýli í Skorradal allt árið. Sýningin, sem er samvinnuverkefni Kristínar Jónsdóttur, ljósmyndara á Hálsum, og Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum, var opnuð við hátíðlega athöfn laugardaginn 11. júní og mun standa fram í ágúst. Á sýningunni gefur að líta tuttugu ljósmyndir í lit sem Kristín hefur unnið …

Tilkynning vegna losun gróðurúrgangs í Skorradalshrepp

Íbúum og eigendum frístundahúsa er vinsamlega bent á að losun gróðurúrgangs er bönnuð á gámasvæði Skorradalshrepps sem er við Mófellsstaði. Bent er á að það er á ábyrgð landeigenda jarða að sjá um að útvega stað til urðunar. Með vinsemd, Starfsfólk Skorradalshrepps

Tilkynning til sumarhúsaeigenda í Skorradalshreppi.

VILTU LEIGJA OKKUR SUMARBÚSTAÐ Í SKORRADAL? Kæri sumarbústaðaeigandi. Við rekum heilsutengda ferðaþjónustufyrirtækið Coldspot, sem sérhæfir sig í ferðum um Vesturland. Ferðir okkar eru nýlunda hér á landi. Við óskum eftir samstarfi við þig og aðra áhugasama sumarbústaðareigendur í Skorradal um leigu á sumarbústöðum til erlendra gesta okkar í 1-10 daga í senn á hvaða tíma ársins sem er, allt eftir …

Fundarboð á heimasíðunni.

Í framtíðinni mun Skorradalshreppur birta fundarboð á hreppsnefndarfundi hér á heimasíðu Skorradalshrepps tveim dögum fyrir auglýsta fundi. Stefnt er að því að hreppsnefndarfundir verði haldnir annan miðvikdudag í mánuði kl 20:30. Fyrir áhugasama þá verða fundarboðin birt undir fundargerðir – fundarboð. Kær kveðja Starfsfólk Skorradalshrepps.