Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 31. maí 2014 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag.

Týndur köttur

Ronja er týnd, hún er þrílit læða með svartan lepp fyrir öðru auganu, hún er ekki mannblendin. Ronja hefur ekki skilað sér heim í Hvammshlíð síðan laugadaginn 26.apríl. Þeir sem hafa séð hana eða vita hvar hún er niður komin eru beðnir að hafa samband í síma 847-8324 eða 868-8843 eða með tölvupósti skogaralfurinn@vesturland.is. Valdi og Þórný Hvammshlíð Skorradal.

Skýrsla um sameiningu sveitarfélaga

KPMG var falið af hreppsnefnd Skorradalshrepps að gera skýrslu með helstu fjárhagsupplýsingum með mögulegar sameiningar sem snúa að Borgarbyggð annars vegar og Hvalfjarðarsveitar hins vegar. Skýrslan hefur verið send inn á öll heimili í Skorradal en hana má líka nálgast hér. Skýrsla um sameingu sveitarfélaga

Íbúafundur

Fundarboð Almennur íbúafundur verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:30 Fundarstaður: Skemman (safnaðarheimili) á Hvanneyri. Fundarefni: Sameining eða sjálfsstæði Skorradalshrepps Á næstum dögum munu íbúar í Skorradalshreppi fá skoðanakönnun um viðhorf þeirra til sameiningarmála.

Menningarráð Vesturlands styrkir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Menningarstyrkir. Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun Menningarráð Vesturlands leggja áherslu á eftirfarandi verkefni: Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum í listum, nýsköpun og ferðaþjónustu. Verkefni sem styrkja listræna sköpun og samstarf ungs fólks á Vesturlandi. Verkefni sem styrkja listræna sköpun …

Landsæfing Slysavarnafélags Landsbjargar

Sælt veri fólkið Núna á laugardaginn 12. okt. næstkomandi verður Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Borgarfirði. Eitthvað af þeim verkefnum sem að björgunarsveitamenn þurfa að leysa verður hér í Skorradal, verkefnin eru margskonar og meðalannars leitarverkefni,viljum við því biðja ykkur að taka vel á móti björgunarsveitafólki og aðstoða eftir þörfum, óski það eftir að fá að leita í görðum ykkar …

12. okt. Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar – í Skorradal

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldin á Skorradalssvæðinu laugardaginn 12.okt. Björgunarsveitir félagsins verða við æfingar yfir daginn á svæðinu við fjölbreitt verkefni. Markmiðið er að gera sveitirnar hæfari til að takast á við verkefni sem upp kunna að koma í útköllum. Á þessum tíma verða björgunarsveitarmenn og ökutæki á ferð um svæðið. Fólk gæti komið að bílflökum í vegkanti með sjúklingum …

Frábær árangur ungs Skorrdælings.

Brynjar Börnsson frá Neðri- Hrepp í Skorradal og Perla Steingrímsdóttir tóku þátt fyrir Íslands hönd á Norður Evrópumóti 31.ágúst í Danmörku þar lentu þau í 4. sæti í flokki ungmenna 16-18 ára latín en þau eru bæði 16. ára. Í opinni keppni á sunnudeginum 1.september lentu þau í 2. sæti í 16-18 ára latin og 3. sæti i 16-21 àra …

4G netþjónusta frá Nova

Í tilefni þess að Nova er komin með 4G netþjónustu í Skorradal verða þeir með kynningu á 4G í Hreppslaug laugardaginn 6.júlí frá kl. 13-17. Endilega að taka með sér sundfötin og kynna sér 4G.