Kjörsókn

Kjörsóknin í Skorradalshreppi fór frekar rólega af stað og kusu flestir seinni partinn. Á kjörskrá voru 44. Kjörsókn var 40.9% sem kusu á kjörstað en 56.8% þegar utankjörfundar atkvæði voru talin með.

Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“

Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna „Þjóðaratkvæðagreiðslu“ Kjörstaður í Skorradalshreppi er Skátaskálinn Skátafell. Kjörstaður verður opnaður kl. 12, laugardaginn 6. mars n.k. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps fram að kjördegi. Kjörstjórn Skorradalshrepps Davíð Pétursson Fjóla Benediktsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson

Misskilningur

Bent skal á að hreppurinn greiðir ekki fyrir mokstur í sumarhúsahverfin og ef fólk kallar eftir aðstoð eða mokstri þá er það á þeirra eigin reikning en ekki reikning hreppsins.

Skafrenningur

Talsverður skafrenningur er núna í Skorradal og er færð verulega farin að spillast.

Færð farin að spillast

Núna um sjöleytið í kvöld var færð verulega farin að spillast bæði sunnan og norðan megin í Skorradalnum og eru komnir talsverðir skaflar sem ekki eru færir fólksbílum. Eins skefur líka frá bílum sem hafa verið skildir eftir í vegkanti. Ekki hefur verið mokað í sumarhúsahverfin og eru þau því ófær. Ef fólk lendir í vandræðum má það leyta til …

Færð á vegum í Skorradal

Búið er að moka aðalvegi norðan- og sunnanmegin í Skorradalnum og eru þeir nú færir. Veður er gott en gengur á með éljum og þarf litinn vind til þess að allt verði ófært aftur og blint til aksturs.

Ófært í Skorradalnum

Ekkert ferðaverður er í dalnum og er mikil ófærð. Þar hefur snjóað látlaust í allan dag og fór að draga í skafla núna í kvöld. Fólk er bent á að kynna sér vel færðina áður en það leggur af stað í dalinn ekki síst í sumarbústaðahverfunum.

Fundargerðir

Loksins er búið að koma fundargerðum hreppsnefndar og byggingar- og skipulagsnefndar inn á vefinn en það hefur dregist sökum þess að tölva vefumsjónamanns var í viðgerð og einnig að hreppurinn var að taka upp nýtt skjalkerfi sem heitir onesystem og smá byrjunnarörðugleikar eru alltaf þegar tekin eru upp ný kerfi.

Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. …