Fundargerðir

Loksins er búið að koma fundargerðum hreppsnefndar og byggingar- og skipulagsnefndar inn á vefinn en það hefur dregist sökum þess að tölva vefumsjónamanns var í viðgerð og einnig að hreppurinn var að taka upp nýtt skjalkerfi sem heitir onesystem og smá byrjunnarörðugleikar eru alltaf þegar tekin eru upp ný kerfi.

Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. …

Gleðilegt ár

Skorradalshreppur óskar sveitungum, sumarhúsaeigendum og nærsveitungum Gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla.

Jólatréssala Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Björgunnarsveitarinnar Ok

Jólatréssala Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Björgunarsveitarinnar Oks verður opin í Reykholtsskógi, Reykholtsdal, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. desember nk. frá kl. 10 til 16. Þetta er í fyrsta skipti sem jólatré eru seld úr þessum fallega skógi en þar er að finna allar stærðir og gerðir jólatrjáa (rauðgreni, stafafuru og blágreni). Börnunum og öðrum áhugasömum er boðið að fara í stutta …

Veðurstöð í Hvammi

Búið er að setja upp veðurstöð í Hvammi og er nú hægt að fylgjast með veðrinu þar áður en farið er í sumarbústaðinn. http://www.hvammshlid.is/page8/page8.html