Hreppsnefndarfundur nr.184

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 184

Miðvikudaginn 21. júní 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Kjör oddvita – Mál nr. 2206003
Samkvæmt samþykktum Skorradalshrepps í júní ár hvert skal kjósa oddvita til eins árs.
Kosning oddvita til eins árs.
Kosning fór þannig:
Jón Eiríkur Einarssonar, 3 atkvæði
Pétur Davíðsson, 1 atkvæði
1 auður seðill.
Jón er því réttkjörinn oddviti til eins árs.

2. Kjör varaoddvita – Mál nr. 2206004
Samkvæmt samþykktum Skorradalshrepps í júní ár hvert skal kjósa varaoddvita til eins árs.
Kosning varaoddvita til eins árs.
Guðný Elíasdóttir fékk 3 atkvæði.
Kristín Jónsdóttir fékk 1 atkvæði.
1 auður seðill.
Guðný Elíasdóttir kjörinn því varaoddviti til eins árs.

3. Siðareglur sveitarstjórnar – Mál nr. 2306009
Lagðar fram til fyrri umræðu. Farið yfir siðareglur og þær endurskoðaðar. Samþykkt að vísa þeim til seinni umræðu.

4. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins – Mál nr. 2208002
Farið yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Lagt fram.

5. Ársreikningur Skorradalshrepps 2022 – Mál nr. 2305001
Þann 15.maí sl. var ársreikningur Skorradalshrepps 2022 samþykktur.
Gleymdist að bóka niðurstöðuna. Niðurstaða A-hluta er neikvæð um 24,6 milljónir og niðurstaða samstæðunar er neikvæð um 21,2 milljónir.

6. Skólaakstur – Mál nr. 2306010
Oddviti fer yfir stöðu mála varðandi skólaakstur.
Samþykkt að fara yfir skólakstursmálin fyrir næsta fund.

7. Jafnréttisáætlun – Mál nr. 2306006
Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlun sveitarfélagsins fyrir 2022-2026.
Oddvita falið að svara Jafnréttisstofu.

8. Stjórnsýsluendurskoðun 2022 – Mál nr. 2306004
Farið yfir stjórnsýsluendurskoðun 2022.
Lagt fram.

9. Tilkynning um aðalfund Faxaflóahafna sf. – Mál nr. 2206014
Boð um aðalfund Faxaflóahafna sf. þann 30. júní n.k.
Samþykkt að Jón Eiríkur Einarsson fari á fundinn. Til vara Óli Rúnar Ástþórsson.

Fundargerðir til staðfestingar

10. Skipulags- og byggingarnefnd – 173 – Mál nr. 2306001F
Lögð fram fundargerð frá 6. júní s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
10.1 2306002 – Umhverfismatsdagurinn 2023 – Loftslag og umhverfismat
10.2 2306001 – Kerfisáætlun 2023-2032
10.3 2305004F – Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa – 71
10.4 2206011 – Aðalskipulag Skorradalshrepps
10.5 2306003 – Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags
10.6 1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi

Fundargerðir til kynningar

11. Fundargerðir nr. 926,927,928 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2306005
Lagðar fram.

12. Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.231 – Mál nr. 2306007
Lögð fram

13. Fundargerð nr. 181, 182 og 183 í stjórn Heilbrigðsnefndar Vesturlands – Mál nr. 2306008
Lagðar fram

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:15.