Hreppsnefnd samþykkti á 127. fundi sínum þann 12. desember 2018 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar breytta landnotkun í landi Dagverðarness skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.. Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að hluti frístundabyggðasvæði, sem er 3,9 ha að stærð, færist til og óbyggt svæði …
Drög að fornleifaskráningu í Skorradal
Hér er hægt að kynna sér drög að fornleifaskráningu í Skorradal Fornleifaskráning – Drög Indriðastaðir Indriðastaðir – Mófellsstaðir-Kaldá Mófellsstaðir – Mófellsstaðakot Horn Efri – Hreppur Neðri – Hreppur Hálsar – Grund – Vatnsendi Stóra – Drageyri Skarðsheiði
Drög að verndaráætlun fyrir framdal Skorradals
Drög að tillögu að verndaráætlun fyrir Framdalinn liggur fyrir sem ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur unnið fyrir Skorradalshrepp. Við Mótun tillögunnar voru haldnir samráðsfundir með Fornleifarstofnun Íslands, sem sá um aðalskráningu fornleifa og húsakönnun, Skógræktinni og Framdalsfélaginu. Enn fremur voru landeigendur, umráðamenn lands og félag sumarhúsaeigenda á Fitjum boðaðir til sameiginlegs samráðsfundar. Hægt er kynna sér drögin hér
Húsakönnun í Framdal Skorradalshrepps
Hérna er hægt að kynna sér húsakönnunarskýrslu Framdalsins. Húsakönnun Framdalsins
Rotþróarhreinsun 2018
Rotþróarhreinsun 2018 Hreinsitækni ehf. er byrjað að hreinsa rotþrær og vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun. Koma lyklum til þeirra eða hafa hlið opið og eins hafa alla stúta uppúr og athuga merkingar á þeim t.d. setja veifu. Hægt að senda fyrirspurn eða leiðbeiningar til Hreinsitækni ehf. á gisli@hrt.is
Lýsing deiliskipulags í landi Fitja
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 115. fundi sínum þann 7. júní 2018 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulags er varðar tvær íbúðalóðir í landi Fitja skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.. Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér að fyrirhugað er að skilgreina tvær íbúðalóðir á Fitjum. Lýsingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu …
Smalamennskur og réttir haustið 2018
Smalamennskur og réttir Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 9.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 8.september. seinni rétt er laugardaginn 22.september þegar að smölun …
Skrifstofa Skorradalshrepps lokuð til 9.ágúst.
Skrifstofa Skorradalshrepps verður lokuð til 9. ágúst. Ef nauðsyn krefur, þá er símanúmer oddvita 8920424 og varaoddvita 8477718.
Húsakönnun í framdal Skorradalshrepps
Þessi misseri er unnið að rannsóknum í framdal Skorradals vegna fyrirætlana um verndarsvæði í byggð á svæðinu. Í tengslum við þær var gerð húsakönnun á svæðinu á vormánuðum og liggja nú fyrir drög að skýrslu um könnunina. Skýrslan er unnin fyrir Skorradalshrepp af þeim Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Hún verður hluti af því efni sem lagt …
Árni Hjörleifsson kosinn oddviti til eins árs
Á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar Skorradalshrepps nr. 120 sem haldin var 25.júní sl. var Árni Hjörleifsson endurkjörinn oddvit Skorradalshrepps til eins árs og Jón Éiríkur Einarsson varaoddviti.