VILTU LEIGJA OKKUR SUMARBÚSTAÐ Í SKORRADAL? Kæri sumarbústaðaeigandi. Við rekum heilsutengda ferðaþjónustufyrirtækið Coldspot, sem sérhæfir sig í ferðum um Vesturland. Ferðir okkar eru nýlunda hér á landi. Við óskum eftir samstarfi við þig og aðra áhugasama sumarbústaðareigendur í Skorradal um leigu á sumarbústöðum til erlendra gesta okkar í 1-10 daga í senn á hvaða tíma ársins sem er, allt eftir …
Fundarboð á heimasíðunni.
Í framtíðinni mun Skorradalshreppur birta fundarboð á hreppsnefndarfundi hér á heimasíðu Skorradalshrepps tveim dögum fyrir auglýsta fundi. Stefnt er að því að hreppsnefndarfundir verði haldnir annan miðvikdudag í mánuði kl 20:30. Fyrir áhugasama þá verða fundarboðin birt undir fundargerðir – fundarboð. Kær kveðja Starfsfólk Skorradalshrepps.
Jólakveðja
Hreppsnefnd og starfsmenn Skorradalshrepps óska Skorrdælingum sem öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum það liðna.
Íbúafundur
Hreppsnefnd Skorradalshrepps boðar til íbúafundar með íbúum Skorradalshrepps í kvöld kl. 20:30 – 22:00. Fundurinn verður haldinn á Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. Fundarefni: Grunnskólamál F.h. Skorradalshrepps Árni Hjörleifsson, oddviti.
Losun rotþróa í Skorradalshrepp
Mánudaginn 5. október sl. hóf Hreinsitækni ehf. að losa rotþrær á svæði 6 í Vatnsendahlíð. Áætlað er að Hreinsitækni vinni áfram inn eftir Skorradalsvatni fram til 16. október og taki þá tveggja vikna pásu en haldið verði áfram vinnunni í nóvember. Til þess að hreinsun geti gengið sem best þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá …
Leitir og réttir 2015
Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að leitum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt: Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 13.september kl:10:00 og leitadagur er laugardaginn 12.september. Seinni rétt er laugardaginn 26.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …
Frí hjá skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps verður í sumarfríi til þriðjudagsins 18 ágúst. Skrifstofan verður því lokuð 28. júlí, 4. og 11. ágúst en áfram verður opið á mánudögum og fimmtudögum frá kl: 10:30 – 12:00.
Reykholtshátið 24. – 26. júlí 2015
Skemmtileg hátíð verður haldin í Reykholti n.k. helgi. Endilega kíkið við í Reykholti og gerið ykkur glaðann dag. Hér eru nánari upplýsingar um hátíðina. http://www.reykholtshatid.is/
Hvanneyrarhátið 11. júlí 2015
Við hér hjá Skorradalshreppi viljum benda fólki á skemmtilega fjölskylduhátíð sem haldin verður verður á Hvanneyri laugardaginn n.k. Húsdýr, kerruferðir fyrir börn, ratleikur, andlitsmálun fyrir börn, ný þrautabraut, sveitamarkaður, frír aðgangur í Landbúnaðarsafn Íslands, veitingar í boði. Kvenfélagið 19. júní og Skemman Kaffihús og margt fleira. Sigmundur Davíð, forsætisráðherra, er væntanlegur á hátíðina til þess að lýsa formlega yfir friðun …
Fréttir af gróðursetningu 27. júní s.l.
Það var yndislegt veður og huggulegt hjá okkur í Skorradal þegar Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps gróðursetti fyrir ófæddar kynslóðir, Reynir Skorri frá Mófellstaðarkoti gróðursetti fyrir drengi og Ástrún frá bænum Neðri-Hrepp gróðursetti fyrir stúlkur. Sigríður Júlía hjá Vesturlandsskógum sá til þess að allt færi rétt fram. Gróðursetningin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur af tilefni þess að 35 ár voru liðin …