Hreppslaug, opnunartími sumar 2015

Hreppslaug er opin sem hér segir: Á þriðjudögum til föstudags frá kl. 18 – 22 og um helgar frá kl. 13 – 22. Endilega prófið þessa yndislegu sundlaug og njótið ykkar í fallegu umhverfi Sumarkveðja

Skipulagstillögur í auglýsingu

Hér á heimasíðu Skorradalshrepps undir Skipulag í kynningu er að finna tvær nýjar deiliskipulagstillögur er varðar tvær nýjar frístundalóðir í landi Dagverðarness á svæði 8 og frístundabyggð Stráksmýrar í landi Indriðastaða. Einnig má sjá tvær breytingartillögur deiliskipulags er varðar skilmálabreytingar deiliskipulags Hvammskóga og Hvammskóga neðri.

Samstarfssamningur Skorradalshrepps og Ungmennasambands Borgarfjarðar

Þann 20. apríl s.l. kom Pálmi Blængsson f.h. Ungmennasambands Borgarfjarðar á skrifstofu Skorradalshrepps og ritaði undir samstarfssamning á milli Skorradalshrepps og Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hér eru þeir Pálmi Blængsson og Árni Hjörleifsson, Oddviti Skorradalshrepps, eftir undirritun samningsins.

Nýr starfsmaður

Birgitta Sigurþórsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Skorradalshrepps í 50% starfshlutfall.

Opin dagur á Hvanneyragötu 3

Í dag er opin dagur á Hvanneyrargötu 3 þar sem fyrirtæki og stofnanir í húsinu kynna starfsemi sína. Hér má sjá hvaða fyrirtæki og stofnanir eru þar.

Nýárskveðja

Sveitastjórn Skorradalshrepps óskar sveitungum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samskiptin á liðnu ári.

Jólamarkaður á Hvanneyri 20.desember

Jólamarkaður á Hvanneyri 20. desember Það verður kósý stemming þennan dag í hlöðu Halldórsfjóssins á Hvanneyri þar sem fólk röltir um, bragðar á ýmsu góðgæti sem í boði er, hlýðir á jólatónlist, getur keypt sér lifandi borgfirskt jólatré og jafnvel eina litla jólagjöf. Ilmur af ristuðum möndlum, jólaglöggi, hangikjöti og jólatrjám mun fylla loftið, söngur og upplestur fyrir börn mun …

Flottur ljósmyndari

Kristín Jónsdóttir ljósmyndari á Hálsum í Skorradal hefur verið að taka mjög flottar landslagsmyndir undanfarið. Gaman er að geta þess að ein norðurljósamynda hennar prýðir kápu bókarinna National Georapihc.

Smalamennskur og réttir

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt (Hreppsrétt): Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 14.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 13.september. seinni rétt er laugardaginn 28.september. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið eru allar jarðir …