Við hér hjá Skorradalshreppi viljum benda fólki á skemmtilega fjölskylduhátíð sem haldin verður verður á Hvanneyri laugardaginn n.k. Húsdýr, kerruferðir fyrir börn, ratleikur, andlitsmálun fyrir börn, ný þrautabraut, sveitamarkaður, frír aðgangur í Landbúnaðarsafn Íslands, veitingar í boði. Kvenfélagið 19. júní og Skemman Kaffihús og margt fleira. Sigmundur Davíð, forsætisráðherra, er væntanlegur á hátíðina til þess að lýsa formlega yfir friðun …
Fréttir af gróðursetningu 27. júní s.l.
Það var yndislegt veður og huggulegt hjá okkur í Skorradal þegar Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps gróðursetti fyrir ófæddar kynslóðir, Reynir Skorri frá Mófellstaðarkoti gróðursetti fyrir drengi og Ástrún frá bænum Neðri-Hrepp gróðursetti fyrir stúlkur. Sigríður Júlía hjá Vesturlandsskógum sá til þess að allt færi rétt fram. Gróðursetningin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur af tilefni þess að 35 ár voru liðin …
GRÓÐURSETNING TIL HEIÐURS VIGDÍSI FINNBOGADÓTTUR
Gróðursetningarátak mun fara fram í öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní n.k. Gróðursett verða þrjú birkitré, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir. Gróðursetningin er til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörin forseti. Um verkefnið …
Opið hús vegna breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Hvamms
Sveitarfélagið auglýsir opið hús á skrifstofu sveitarfélagsins þann 30. júní nk. milli kl. 10-14 að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri til að kynna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tillögu að breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. http://skorradalur.is/skipulag-i-kynningu/
Hreppslaug, opnunartími sumar 2015
Hreppslaug er opin sem hér segir: Á þriðjudögum til föstudags frá kl. 18 – 22 og um helgar frá kl. 13 – 22. Endilega prófið þessa yndislegu sundlaug og njótið ykkar í fallegu umhverfi Sumarkveðja
Skipulagstillögur í auglýsingu
Hér á heimasíðu Skorradalshrepps undir Skipulag í kynningu er að finna tvær nýjar deiliskipulagstillögur er varðar tvær nýjar frístundalóðir í landi Dagverðarness á svæði 8 og frístundabyggð Stráksmýrar í landi Indriðastaða. Einnig má sjá tvær breytingartillögur deiliskipulags er varðar skilmálabreytingar deiliskipulags Hvammskóga og Hvammskóga neðri.
Samstarfssamningur Skorradalshrepps og Ungmennasambands Borgarfjarðar
Þann 20. apríl s.l. kom Pálmi Blængsson f.h. Ungmennasambands Borgarfjarðar á skrifstofu Skorradalshrepps og ritaði undir samstarfssamning á milli Skorradalshrepps og Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hér eru þeir Pálmi Blængsson og Árni Hjörleifsson, Oddviti Skorradalshrepps, eftir undirritun samningsins.
Nýr starfsmaður
Birgitta Sigurþórsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Skorradalshrepps í 50% starfshlutfall.
Opin dagur á Hvanneyragötu 3
Í dag er opin dagur á Hvanneyrargötu 3 þar sem fyrirtæki og stofnanir í húsinu kynna starfsemi sína. Hér má sjá hvaða fyrirtæki og stofnanir eru þar.
Sorphirðudagatal 2015
Inn á vefinn er komið nýtt sorphirðudagatal fyrir lögbýlin.