Leitir og réttir

Nú fara í hönd smalamennskur. Réttað verður í Hreppsrétt sunnudaginn 11.september kl. 10. En á laugardeginum verður smalað svæðið frá Litlu-Drageyri að austan og niður að dalinn að sunnan verðu. Einnig verður smalað í norðanverðum dalnum um helgina. En Oddsstaðarétt verður miðvikudaginn 14.september kl.9

Laugardaginn 10. sept kl. 14 -16:30 verður haldið málþing á Fitjum um Guðmund Ólafsson

Guðmundur var fæddur að Setbergi við Hafnarfjörð árið 1825 . Hann var einn af best menntuðu búfræðingum sinnar tíðar; nam búfræði um fjögurra ára skeið í Danmörku og kom heim um 1850. Guðmundur varð áhrifamikill á því sviði, bæði sem ráðunautur og …höfundur búfræðirita. Þá var hann um skeið alþingismaður Borgfirðinga, en hann bjó sín búskaparár í Borgarfirðinum, þar af …

Vígsla Pakkhúsins í Vatnshorni

Þann 13. ágúst verður Pakkhúsið í Vatnshorni vígt eftir endurgerð þess. Athöfnin er einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og er viðburðurinn því sögulegur sem slíkur. Skógrækt ríkisins gefur timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hefur veg og …

Ljósmyndasýning Jóhanns Páls

Ljósmyndasýning Jóhanns Páls Valdimarssonar bókaútgefanda stendur nú yfir í gallerí Fjósakletti á Fitjum. Sýningin er opin milli 14 og 18 daglega, en lokað mándaga og þriðjudaga. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og nágrenni og eru til sölu. Allur ágóði rennur til stuðnings endurbyggingar elsta hússins í Skorradal sem er pakkhúsið í Vatnshorni. Því húsi gerir Sveinn Skorri Höskuldsson m.a. …

Sól og blíða

Er ekki tilvalið að skella sér í sund í Hreppslaug í blíðunni sem er núna í Skorradalnum. Opnunartími Hreppslaugar er alla virka daga frá 15-22 og um helgar frá 12-22.

Kaleikurinn kemur heim – þjóðhátíðardaginn 17.júní að Fitjum

Dagskráin kaleikurinn kemur heim þjóðhátíðardaginn 17. júní að Fitjum Kl. 14:00 Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur kemur frá Danmörku til að fjalla um efnið: Hinn forni kaleikur Fitjakirkju – Saga, greining og hugleiðingar Kl. 14:30 Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan Fitjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins Kl:15:00 Guðsþjónusta í Fitjakirkju – helgaður nýr Fitjakaleikur sem er …

Hreppslaug opnuð

Búið er að opna Hreppslaug í Skorradal og er hún opinn alla virka daga frá 15-22 og laugardaga og sunnudaga 12-22. Hægt er að kaupa sundkort sem gildir í 10 skipti.

Fyrirlestur Páls Theodórssonar

Fyrirlestur Páls Theodórssonar verður á Fitjum laugardaginn 4. júní kl. 14 „Hvenær hófst landnám? – Hversu sannfróður var Ari fróði? Landnám Íslands hófst allt að tveimur öldum fyrr en talið hefur verið. Páll Theodórsson eðlisfræðingur hefur kafað í gögn fornleifafræðinga. Þrjár óskildar aðferðir til tímasetningar sanna eldra landnám: Kolefni-14 aldursgreiningar, örkolagreiningar og gjóskulög. Páll mun kynna sannanir fyrir eldra landnámi …

Útifjör 2011

Björgunarsveitir í Borgarbyggð kynna Útifjör 2011 við Skorradalsvatn. Sunnudaginn 5. júní kl. 13