Niðurfelling á svæðisskipulagi

Niðurstöðu samvinnunefndar um niðurfellingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 er hægt að lesa hér með því ýta á linkinn niðurfelling svæðisskipulags.

Sorphirða

Búið er að gera nýja vefgrein vinstra megin um sorphirðu í sveitarfélaginu en þar er að finna sorphirðudagatal fyrir árið 2011. Sorphirðudagatalið á eingöngu við lögbýlin í sveitarfélaginu.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna. …

Refa- og minkaveiðar í Skorradalshreppi

Samkvæmt skýrslu um refa- og minkveiðar í Skorradalshrepp frá 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 voru veiddir 52 refir og 81 minkur í sveitarfélaginu.

Gleðilegt ár

Sveitarstjórn Skorradalshrepps sendir íbúum Skorradalshrepps, sumarhúsaeigendum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur auglýst tillögu að aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010 – 2022. Greinargerð, uppdráttur og umhverfisskýrsla liggja frammi á skrifstofu skipulags-og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi, 166, Reykjavík, á venjulegum opnunartíma, frá 22. desember 2010 til 9. febrúar 2011. Sjá auglýsingu og gögn hér.

Tilkynning frá Kjörstjórn Skorradalshrepps

Kjörfundur vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram fer laugardaginn 27. nóvember 2010 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Einnig mun kjörskrá liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa Skorradalshrepps Kjörstjórn Skorradalshrepps

Síðustu sýningar á leikritinu með fullri reisn

Ungmennafélagið Íslendingur sýnir gamanleikinn: „MEÐ fullri reisn“ – „FULL MONTY“ Í FÉLAGSHEIMILINU BRÚN, BÆJARSVEIT LEIKSTJÓRI: MARGRÉT ÁKADÓTTIR SÍÐUSTU SÝNINGAR: laugardaginn 4.desember sunnudaginn 5. desember SÝNINGAR HEFJAST KL 20:30 – MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðapantanir í s: 437 1227 – 437 0013 – 661 2629