Undir síðunni skipulags- og byggingarmál er að finna umsóknareyðublöð til útprentunnar.
Húsin í sókninni
Sýningin Húsin í sókninni á Fitjum er opinn alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá 14-18.
Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017
Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017, kynning Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997–2017 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m.s.br.. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu skipulags- og byggingamála Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. F.h. samvinnunefndarinnar. Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar …
Hreppslaug
Nú er búið að opna Hreppslaug. Opnurtími laugarinnar er mán-fös 15-22 og lau-sun 12-22. Síminn í Hreppslaug er 4370027.
Útifjör á Skorradalsvatni 6. júní
Sunnudaginn 6. júní verða björgunarsveitirnar í Borgarfirði með útfjör við Skorradalsvatn k: 13. Þar verða tækin til sýnis, boðið upp á siglingar á vatni, grillaðar pylsur, farið í leiki og margt fleira skemmtilegt. Boðið er upp á sætaferðir frá Hyrnunni kl:12:45. Sjá auglýsingu með því að smella hér.
Niðurstöður sveitastjórnakosninga
Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kosninga urðu þessar. Aðalmenn: Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti 21 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 20 atkvæði Davíð Pétursson Grund 19 atkvæði Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp 18 aktvæðii Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum 15 atkvæði Varamenn í þessari röð: Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum Ágúst Árnason Felli …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Kjörstjórn Skorradalshrepps
Opnun tilboða í sorphirðu
Þriðjudaginn 4. maí sl. voru opnuð tilboð í sorphirðu í fyrrgreindum sveitarfélögum. Opnun tilboða í útboðsverkið „Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi“ Fjögur tilboð bárust í verkið og eru þau sem hér segir: 1 Íslenska Gámafélagið ehf kr. 496.074.584,- 2 Vélamiðstöðin ehf kr. 532.115.824,- 3 AK flutningar ehf kr. 595.764.455,- 4 Gámaþjónusta Vesturlands ehf kr. 602.903.526,- Verktími í …
Dagur umhverfisins
Í tilefni degi umhverfisins sem var 25. apríl sl. má lesa hér grein eftir K. Hulgu Guðmundsdóttur um gróðureldavá.
Auglýsing vegna breytingar á deiliskipulagi og svæðisskipulag í Vatnsenda áfangi 8
Sveitastjórn Skorradalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi og svæðisskipulagi í Vatnsenda áfanga 8 í Skorradal. Tillöguna má sjá nánar á skipulag í kynningu.