Tillaga breytingar aðalskipulags verður kynnt á opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins þann 30. janúar 2018, milli kl. 10 og 12, þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér breytingartillöguna. Hægt er að kynna sér tillöguna betur með því að smella á síðuna skipulag í kynningu og auglýsingu
Áramótakveðja
Sveitastjórn Skorradalshrepps óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Áramótakveðja
Gleðilega hátíð Skorrdælingar. Þar sem veður hefur verið þannig að frost og þurkur hefur ríkt og að auki lítill snjór sem hylur jörðu, er rétt að benda á, í tengslum við áramót, að byðja alla að farið sé varlega með eld (flugelda). Eins er rétt að taka tillit til dýra þegar skotið er upp flugeldum. Með von um gleðileg áramót …
Ljósleiðari
Ágætu Skorrdælingar, nú er komið að lokum ársins og ekki hafnar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dalnum. Margt hefur því miður valdið töfum, svo sem það að semja hefur þurft, við annað sveitarfélag um legu strengja. Eins hefur tekið lengri tíma, en menn áætluðu við að ná samkomulagi við verktaka um verkið. Stafar það meðal annars af því hvað lagnaleiðir …
Lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 107. fundi sínum þann 3. október 2017 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar breytta landnotkun í landi Indriðastaða og Mófellsstaða skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.. Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að frístundabyggðasvæði er stækkað, efnistökusvæði eru tekin út og vatnsból …
Smalamennskur og réttir haustið 2017
Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt: Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 10.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 9.september. seinni rétt er laugardaginn 23.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …
Lausar lóðir í Birkimóa
Skorradalshreppur hefur til úthlutunar 3 íbúðarhúsalóðir við Birkimóa Skorradal. Um er að ræða 800, 840 og 920 fermetra lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar. Lóðaverð er 1.6m, auk tengigjalda, hitaveitu og rafmagns. Upplýsingar verða veitta á opnunartíma skrifstofu hreppsins, eða í símum 431-1020/ 892-0424
Íbúafundur um ljósleiðaramál
Íbúafundur verður haldinn á Hvanneyrargötu 3. 2.hæð, fimmtudaginn 22.júní kl: 20:30-22:00 Málefni fundarins er kynning á fyrirhugaðri lagningu ljósleiðara í Skorradalshreppi og stofnun félags í tengslum við það.
Hreppsnefndarfundur nr. 107
Hreppsnefndarfundur nr. 107 verður mánudagskvöldið 24.apríl kl.21 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá fundarins má nálgast hér
106. Hreppsnefndarfundur
Hreppsnefndarfundur nr.106 er miðvikudagskvöldið 8.mars kl:20:30 í Hvannarhúsinu. Dagskrá fundarins má sjá hér.