Ræsagerð við Dagverðarnes

Það er áætlað að fara í ræsagerð á Skorradalsvegi í brekkunni við Dagverðarnes í næstu viku. Búast má við töluverðum umferðartöfum á meðan

Hreppsnefndarfundur nr.160 20.okt 2021

Hreppsnefndarfundur nr.160 verður miðvikudaginn 20.október 2021 kl. 16:00 Dagskrá fundar: 1.      Sundlaugarhús ( staða mála / gestir) 2.      Samningar Borgarbyggð 3       HMS ( Húsnæðisáætlun o.fl. ) 4.      Menningarstefna Vesturlands 5.      Styrkvegur ( samningur við verktaka ) 6.      Sorpa ( Svæðisáætlun,) 7.      Styrkir Fundagerðir:

Fasteignaálagning 2021

Álagningu fasteignagjalda 2021 er lokið og er álagningaseðlana að finna inn á island.is.  Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en þá er að finna inn á rafrænum skjölum í heimabanka hvers og eins. Gjaldskrá álagningu fasteignagjalda 2021 er hér Alagning 2021

Rotþróarhreinsun 2021

Hreinsitækni ehf. er byrjað að hreinsa rotþrær og vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun. Koma lyklum til Hreinsitækni eða hafa hlið opin og eins hafa alla stúta uppúr og athuga merkingar á þeim t.d. setja veifu.  Hægt að senda fyrirspurn eða óska eftir leiðbeiningum til Hreinsitækni ehf. á steinn@hrt.is eða í síma 5677090

Tillaga breytingar deiliskipulags frístundabyggðar Vatnsendahlíðar, 1.-4. áfanga, í landi Vatnsenda og varðar skilmála svæðisins.

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 159. fundi sínum þann 8. september 2021 að vera með opinn dag fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila til að kynna tillögu breytingar deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 1.-4. áfanga, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að auglýsa breytingu deiliskipulagsins sbr. 1. mgr. 43. gr. sömu laga. Breyting deiliskipulagstillögu felur í sér skipulags- og byggingarskilmála fyrir …

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25.september 2021

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25.september 2021 fer fram í húsnæði skógræktar ríkisins í Hvammi. Kjörstaður opnar klukkan 12. Kjósendur eru hvattir til að mæta snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Kjósendur eru hvattir til að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma.

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá Skorradalshrepp vegna alþingiskosninga 25.september 2021 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á senda þær til sveitastjórnar skorradalur@skorradalur.is Kosið verður í starfsmannahúsi Skógræktarinnar í Hvammi laugardaginn 25.september 2021

Dagskrá Hreppsnefndarfundar nr. 159

Hreppsnefndarfundur nr. 159. verður haldinn 8. sept. kl. 20:30 á skrifstofu sveitarfélagsins Dagskrá: 1. Þróunarfélagið Grundartanga (gestir) 2. Bréf (Vegagerðin ) 3 Vegagerðin ( styrkvegir ) 4. Brákarhlíð ( árlegt framlag ) 5. Faxaflóahafnir ( bréf ) 6. Lögreglan ( umferðamerki ) 7. Kjörskrá v, Alþingiskosninga 25. Sept. 8. Samningar Borgarbyggð 9. Sundlaugarhús ( staða mála ) 10. Bréf ( …

Smalamennskur og réttir

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum.  Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 12.september kl:10:00 og leitardagur er  laugardaginn 11.september. seinni rétt er laugardaginn 25.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …

Hjólreiðamót 15.ágúst n.k

Ágætu íbúar Skorradals. Næstkomandi sunnudag 15.ágúst heldur Hjólreiðadeild Breiðabliks hjólreiðamót sem hefst og endar í Brautartungu í Lundarreykjardal. Allir 70 keppendurnir fara um noraðnverðan Skorradal. þ.e. koma yfir Hestháls og fara upp línuveginn yfir á Uxahryggi.  Mótarnefnd yrði ykkur voðalega þakkált ef þið gætuð sýnt keppendum tillitssemi og ekki væri verra ef þeir fengju hvatningu frá ykku þegar þeir fara …