Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“

Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 1 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu …

Samþykkt Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2012

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skorradalur.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík frá 22. desember 2010 til 9. febrúar 2011. Frestur til að …

Prófun á boðunarkerfi vegna gróðurelda í Skorradal

Í gær var haldinn fjölmennur fundur á Hvanneyri þar sem drög að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal voru kynnt fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum. Sveitarstjórn Skorradalshrepps, lögregla og almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ásamt slökkviliði Borgarbyggðar höfðu frumkvæðið að því að lagt var að stað í þetta verkefni með aðstoð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Mannvirkjastofnunar. Skógrækt ríkisins og Vegagerðin hafa einnig komið að …

Dagur hinna viltu blóma 17.júní 2012 í Skorradal

Mæting er kl. 14:00 við bæinn Fitjar við austurenda Skorradalsvatns. Ekið þaðan lítinn spöl og gengið í friðaðan birkiskóg í Vatnshornslandi. Gott er að fólk hafi með sér nesti, en boðið er upp á jurtate. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir og Jóhanna Berghild Hergeirsdóttir, en þau eru félagar í sjálfboðliðasamtökum um náttúruvernd sem verða þarna að störfum.

Kynningafundur um viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal.

Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD, í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til kynningarfundar Ársal í Ásgarði á Hvanneyri (efstu hæð nýja skólahússins) kl. 20:00 fimmtudaginn 14.júní 2012. Eigendur sumarhúsa í Skorradal, íbúar og landeigendur eru sérstaklega boðaðir og hvattir til að mæta, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila og öðrum hlutaðeigendi. Dagskrá: Kynning á lokadrögum ,,Viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal“ – Þetta er …

Hreppslaug opin

Búið er að opna Hreppslaug í Skorradal svo það er tilvalið að skella sér í sund í þessar brjáluðu blíðu. Opið verður til kl. 22 í kvöld.

Hreppslaug opnar

Hreppslaug í Skorradal opnar laugardaginn 2.júní. Opnunartími Hreppslaugar í sumar er. Lau- sun 12-22 mán-fös 15-22