Kjörfundur í Skorradalshrepp

Kjörfundur Skorradalshrepps vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20.október 2012 opnar kl. 12:00 í Skátaskálanum Skátafelli í Skorradal. Kjörstjórn

Hreppsrétt/Hornsrétt

Búið er að færa Hreppsrétt upp að Horni og mun réttin hljóta nafnið Hornsrétt. Smalað verður til rétta laugardaginn 8.september en réttin sjálf verður sunnudaginn 9.september kl. 10

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa er lokuð vegna sumarleyfa frá 23.júlí 2012 – 13.ágúst 2012

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“

Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 2 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 …

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“

Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 1 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu …

Samþykkt Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2012

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skorradalur.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík frá 22. desember 2010 til 9. febrúar 2011. Frestur til að …

Prófun á boðunarkerfi vegna gróðurelda í Skorradal

Í gær var haldinn fjölmennur fundur á Hvanneyri þar sem drög að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal voru kynnt fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum. Sveitarstjórn Skorradalshrepps, lögregla og almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ásamt slökkviliði Borgarbyggðar höfðu frumkvæðið að því að lagt var að stað í þetta verkefni með aðstoð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Mannvirkjastofnunar. Skógrækt ríkisins og Vegagerðin hafa einnig komið að …

Dagur hinna viltu blóma 17.júní 2012 í Skorradal

Mæting er kl. 14:00 við bæinn Fitjar við austurenda Skorradalsvatns. Ekið þaðan lítinn spöl og gengið í friðaðan birkiskóg í Vatnshornslandi. Gott er að fólk hafi með sér nesti, en boðið er upp á jurtate. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir og Jóhanna Berghild Hergeirsdóttir, en þau eru félagar í sjálfboðliðasamtökum um náttúruvernd sem verða þarna að störfum.