Sveitarstjórn Skorradalshrepps senda íbúum Skorradals og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.
Týnd kisa
Kisan Hneta sem er hér á myndinni hvarf um helgina í Skorradalnum þ.e.Indriðastaðarlandinu í sumarbústað. Hún er ekki með ólina sína en hún er 9 ára gömul og einstaklega gæf örmerkið er í eyra hennar. Hún er búsett á Miðbraut 9, Seltjarnarnesi s: 8946811/7703226 Ef smellt er á myndina þá fæst stærri mynd af Hnetu.
Kjörfundur í Skorradalshrepp
Kjörfundur Skorradalshrepps vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20.október 2012 opnar kl. 12:00 í Skátaskálanum Skátafelli í Skorradal. Kjörstjórn
Hreppsrétt/Hornsrétt
Búið er að færa Hreppsrétt upp að Horni og mun réttin hljóta nafnið Hornsrétt. Smalað verður til rétta laugardaginn 8.september en réttin sjálf verður sunnudaginn 9.september kl. 10
Lokað vegna sumarleyfa
Skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa er lokuð vegna sumarleyfa frá 23.júlí 2012 – 13.ágúst 2012
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“
Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 2 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 …
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“
Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 1 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu …
Samþykkt Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2012
Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skorradalur.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík frá 22. desember 2010 til 9. febrúar 2011. Frestur til að …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna Forsetakosninga 2012
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 30.júní n.k. í Skátaskálanum Skátafelli í Skorradal. Kjörstaður opnar kl. 12. Að venju verður kaffi á boðstólum. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps fram að kjördegi Kjörstjórn Skorradalshrepps.