Atvinnu- og nýsköpunarhelgi

ANH.IS Atvinnu- og nýsköpunarhelg 27.-29.apríl á Akranesi Komdu hugmyndum í framkvæmd á 48 klukkustundum. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er viðburður sem haldinn er vísvegar um landið í þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og láta góðar hugmyndir verða að veruleika. Á viðburðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að …

Nýr byggingarfulltrúi

Búið er að semja við T.S.V. sf. til að sjáum byggingarmálin í Skorradalshrepp og er Sæmundur Víglundsson nýr byggingarfulltrúi í sveitarfélagin.

Byggingar- og skipulagsfulltrúi hættur

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur látið af störfum byggingar-og skipulagsfulltrúa frá og með 1.mars. Verið er að vinna í því að finna eftirmann hennar.

Sorphirðudagatal

Nýtt sorphirðudagl fyrir árið 2012 er komið inn á heimsíðuna undir síðuna sorphirða.

Í minningu Sveins Skorra

Dagskrá á Fitjum í Skorradal laugardaginn 1. október 2011, kl. 14 – 17 Snorrastofa og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands efna til dagskrár um rithöfundinn og fræðimanninn Svein Skorra Höskuldsson. Efni dagskrár Í foreldrahúsum Sigríður Höskuldsdóttir Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Páll Valsson íslenskufræðingur Upplestur úr Svipþingi eftir Svein Skorra Þormóður Sveinsson Af íslenskum Kapúlettum og Montögum, Rómeóum og Júlíum. Minningaþættir Sveins …

EI LÍF Í FRAM-SKORRADAL

EI LÍF Í FRAM-SKORRADAL ? afmorsvísur og annað gott… Á haustjafndægri, n.k.föstud ( 23. sept.) fitja framdælingar í Fitjasókn og lengra komnir, upp á spaugsyrðum um sjálfa sig og aðra. Flestir eru raunar brottfluttir, en ganga aftur af þessu tilefni; í barndóm. Fremstur í flokki er Helgi bóndi frá Háafelli/Snartarstöðum sem hendir fram stökum og Árgalir kveða rímur eftir Höskuld …

Leitir og réttir

Nú fara í hönd smalamennskur. Réttað verður í Hreppsrétt sunnudaginn 11.september kl. 10. En á laugardeginum verður smalað svæðið frá Litlu-Drageyri að austan og niður að dalinn að sunnan verðu. Einnig verður smalað í norðanverðum dalnum um helgina. En Oddsstaðarétt verður miðvikudaginn 14.september kl.9

Laugardaginn 10. sept kl. 14 -16:30 verður haldið málþing á Fitjum um Guðmund Ólafsson

Guðmundur var fæddur að Setbergi við Hafnarfjörð árið 1825 . Hann var einn af best menntuðu búfræðingum sinnar tíðar; nam búfræði um fjögurra ára skeið í Danmörku og kom heim um 1850. Guðmundur varð áhrifamikill á því sviði, bæði sem ráðunautur og …höfundur búfræðirita. Þá var hann um skeið alþingismaður Borgfirðinga, en hann bjó sín búskaparár í Borgarfirðinum, þar af …

Vígsla Pakkhúsins í Vatnshorni

Þann 13. ágúst verður Pakkhúsið í Vatnshorni vígt eftir endurgerð þess. Athöfnin er einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og er viðburðurinn því sögulegur sem slíkur. Skógrækt ríkisins gefur timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hefur veg og …

Ljósmyndasýning Jóhanns Páls

Ljósmyndasýning Jóhanns Páls Valdimarssonar bókaútgefanda stendur nú yfir í gallerí Fjósakletti á Fitjum. Sýningin er opin milli 14 og 18 daglega, en lokað mándaga og þriðjudaga. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og nágrenni og eru til sölu. Allur ágóði rennur til stuðnings endurbyggingar elsta hússins í Skorradal sem er pakkhúsið í Vatnshorni. Því húsi gerir Sveinn Skorri Höskuldsson m.a. …