Fundargerðir byggingar- og skipulagsnefndar eru komnar inn á vefinn undir fundargerðir.
80 ára starfsafmæli Hreppslaugar
Ungmennafélagið Íslendingur heldur upp á 80 ára starfsafmæli Hreppslaugar sunnudaginn 31.ágúst n.k. kl.15. Allir velunnar Hreppslaugar og Ungmennafélagsins eru velkomnir í Hreppslaug. Veitingar verða í boði félagsins.
Fundur í byggingar- og skipulagsnefnd
Fundur verður haldinn í byggingar- og skipulagsnefnd fimmtudaginn 21. ágúst kl: 20.30 á skrifstofu embættisins á Hvanneyri.
Níu holu golfvöllur opnaður á Indriðastöðum
Síðastliðinn laugardag voru fyrstu 9 holurnar vígðar á golfvellinum í Indriðastöðum. Í tilefni af því var efnt til golfmóts og voru um 60 þátttakendur sem ræstir voru út á öllum 9 holum vallarins.
Hreppsnefndarfundi frestað
Hreppsnefndarfundur sem vera átti miðvikudaginn 13. ágúst verður frestað fram í næstu viku vegna óviðráðanlegra orsaka. Nánar auglýst síðar.
Fundur í byggingar- og skipulagsnefnd
Fundur verður haldinn í byggingar- og skipulagsnefnd fimmtudaginn 14. ágúst n.k. kl:20:30 á skrifstofu byggingar- skipulagsfulltrúa á Hvanneyri.
Verslunarmannahelgin
Hin árlega skemmtun félags sumarbústaðareigenda í Fitjahlíð verður haldin laugardaginn 2. ágúst. Kveikt verður í brennunni kl. 21.30. Eftir brennu er boðið upp í dans í skemmunni á Fitjum þar sem Fitjabandið spilar fyrir dansi til kl. 1.00. Æskilegt er að aðilar frá og með bústöðum 61 til 70 haldi uppi brennufjöri og geri skemmuna klára fyrir og eftir ball. …
Seglskútu hvolfdi á Skorradalsvatni
Samkvæmt fréttavef Skessuhorns þá hvolfdi selgskútu á Skorradalsvatni í dag. Tvennt var í skútunni og voru báðir í björgunnarvestum. Af öryggis ástæðum var björgunarsveitin Ok kölluð út en fólkið var komið á þurrt land þegar að björgunarsveitin var komin á staðinn.
veðurblíða
Veðurstofan spáir er mjög góðu veðri næstu daga og um helgina hér á suð-vesturlandi svo nú er um að gera að skella sér í bústaðinn eða að tjalda í Selskóginum. Klukkann 9:30 í dag var komin 15 stiga hiti og sól.
Fundargerðir
Fundargerð hreppsnefndar dagsett 9. júlí sl. er kominn inn á vefinn einnig er fundargerðir nr. 21 og 22 sipulags- og byggingarnefndar líka komnar inn. Fundargerðirnar eru finna hér.