Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 í Skorradalshreppi eru kunn, á kjörskrá voru 45 manns og af þeim kusu 39. Kjörsókn var 87%. Aðalmenn Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti 26 atkvæði Árni Hjörleifsson Horni 18 atkvæði Ástríður Guðmundsdóttir Neðri – Hrepp 17 atkvæði Sigrún Guttormsdóttir Þormar Dagverðarnesi 72 17 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 2 15 atkvæði Varamenn: Jón Arnar Guðmundsson Fitjum Valdimar Reynisson Hvammshlíð …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna sveitarstjórnarkosninga 2018
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fer laugardaginn 26.maí n.k. verður haldin í gamla húsinu á Mófellsstöðum. Kjörstaður opnar kl.12 Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Skorradalshrepp á Hvanneyri fram að kjördag. Einnig er hægt að fletta upp í kjörskrá á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=55a97c66-80d2-4b14-a8d4-018055ed824f
Gleðilegt sumar
Skorradalshreppur óskar íbúum, sumarhúsaeigendum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Auglýsing um sveitastjórnarkosningar 2018
Á grundvelli 1.mgr. 1.gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 26.maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 5.maí 2018. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrest. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist 31.mars 2018. Þetta …
AÐVÖRUN ELDHÆTTA
Ágætu Skorrdælingar, nú þegar snjóa hefur tekið upp víða í dalnum og þurr frostakafli við líði. Er rétt að benda fólki á að þurr sina og lauf í skóarbotnum, getur verið mjög eldfim og því er mikil nauðsyn á því, að allir fara varlega með eld. Förum varlega;
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020
Inni á síðunni skipulag í kynningu og auglýsingu er að finna tvær nýja auglýsingar sem eru annars vegar breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020 í landi Fitja og hins vegar breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020 í landi Indriðastaða og Mófellsstaða.
Frá oddvita
Ágætu Skorrdælingar, við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2018 var ákveðið að lækka álagningu fasteignagjalda á A- hluta úr 0,5% í 0,46% og á B-og C hluta úr 1,32% í 1,28%. Vænti ég þess að þessi lækkun mælist vel fyrir, en áfram verður unnið að frekari lækkun. Nú hefur útsvars prósentu á Skorrdælinga verið haldið í leyfilegu lágmarki 12,44% til margra …
Aðalskráning og greinagerð uppmælinga á fornminjum í Skorradal
Undir flipanum um Skorradal er að finna greinagerð á uppmælingum fornminja og aðalskráningu um fornminjar í framdal Skorradalshrepps. Þær má einnig nálgast hér. Aðalskráning fornminja í Skorradal – framdalur Greinagerð á uppmælingum fornminja í Skorradal
Breyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 – kynning
Tillaga breytingar aðalskipulags verður kynnt á opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins þann 30. janúar 2018, milli kl. 10 og 12, þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér breytingartillöguna. Hægt er að kynna sér tillöguna betur með því að smella á síðuna skipulag í kynningu og auglýsingu
Áramótakveðja
Sveitastjórn Skorradalshrepps óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
