Nú fara í hönd smalamennskur. Réttað verður í Hreppsrétt sunnudaginn 11.september kl. 10. En á laugardeginum verður smalað svæðið frá Litlu-Drageyri að austan og niður að dalinn að sunnan verðu. Einnig verður smalað í norðanverðum dalnum um helgina. En Oddsstaðarétt verður miðvikudaginn 14.september kl.9
Laugardaginn 10. sept kl. 14 -16:30 verður haldið málþing á Fitjum um Guðmund Ólafsson
Guðmundur var fæddur að Setbergi við Hafnarfjörð árið 1825 . Hann var einn af best menntuðu búfræðingum sinnar tíðar; nam búfræði um fjögurra ára skeið í Danmörku og kom heim um 1850. Guðmundur varð áhrifamikill á því sviði, bæði sem ráðunautur og …höfundur búfræðirita. Þá var hann um skeið alþingismaður Borgfirðinga, en hann bjó sín búskaparár í Borgarfirðinum, þar af …
Vígsla Pakkhúsins í Vatnshorni
Þann 13. ágúst verður Pakkhúsið í Vatnshorni vígt eftir endurgerð þess. Athöfnin er einn af hápunktum viðburða á Alþjóðlegu ári skóga hér á landi, enda er um að ræða fyrsta húsið sem alviðað er íslensku timbri og er viðburðurinn því sögulegur sem slíkur. Skógrækt ríkisins gefur timbur frá Stálpastöðum í Skorradal til verksins, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku hefur veg og …
Ljósmyndasýning Jóhanns Páls
Ljósmyndasýning Jóhanns Páls Valdimarssonar bókaútgefanda stendur nú yfir í gallerí Fjósakletti á Fitjum. Sýningin er opin milli 14 og 18 daglega, en lokað mándaga og þriðjudaga. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og nágrenni og eru til sölu. Allur ágóði rennur til stuðnings endurbyggingar elsta hússins í Skorradal sem er pakkhúsið í Vatnshorni. Því húsi gerir Sveinn Skorri Höskuldsson m.a. …
Sól og blíða
Er ekki tilvalið að skella sér í sund í Hreppslaug í blíðunni sem er núna í Skorradalnum. Opnunartími Hreppslaugar er alla virka daga frá 15-22 og um helgar frá 12-22.
Kaleikurinn kemur heim – þjóðhátíðardaginn 17.júní að Fitjum
Dagskráin kaleikurinn kemur heim þjóðhátíðardaginn 17. júní að Fitjum Kl. 14:00 Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur kemur frá Danmörku til að fjalla um efnið: Hinn forni kaleikur Fitjakirkju – Saga, greining og hugleiðingar Kl. 14:30 Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan Fitjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins Kl:15:00 Guðsþjónusta í Fitjakirkju – helgaður nýr Fitjakaleikur sem er …
Hreppslaug opnuð
Búið er að opna Hreppslaug í Skorradal og er hún opinn alla virka daga frá 15-22 og laugardaga og sunnudaga 12-22. Hægt er að kaupa sundkort sem gildir í 10 skipti.
Fyrirlestur Páls Theodórssonar
Fyrirlestur Páls Theodórssonar verður á Fitjum laugardaginn 4. júní kl. 14 „Hvenær hófst landnám? – Hversu sannfróður var Ari fróði? Landnám Íslands hófst allt að tveimur öldum fyrr en talið hefur verið. Páll Theodórsson eðlisfræðingur hefur kafað í gögn fornleifafræðinga. Þrjár óskildar aðferðir til tímasetningar sanna eldra landnám: Kolefni-14 aldursgreiningar, örkolagreiningar og gjóskulög. Páll mun kynna sannanir fyrir eldra landnámi …
Útifjör 2011
Björgunarsveitir í Borgarbyggð kynna Útifjör 2011 við Skorradalsvatn. Sunnudaginn 5. júní kl. 13
Fyrirlestri um Svein Skorra FRESTAÐ
Dagskrá um Svein Skorra, nk. sunnudag 22. maí FRESTAST til haustsins af óviðráðanlegum ástæðum. Nánar auglýst þegar nær dregur.