Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldin á Skorradalssvæðinu laugardaginn 12.okt. Björgunarsveitir félagsins verða við æfingar yfir daginn á svæðinu við fjölbreitt verkefni. Markmiðið er að gera sveitirnar hæfari til að takast á við verkefni sem upp kunna að koma í útköllum. Á þessum tíma verða björgunarsveitarmenn og ökutæki á ferð um svæðið. Fólk gæti komið að bílflökum í vegkanti með sjúklingum …
Frábær árangur ungs Skorrdælings.
Brynjar Börnsson frá Neðri- Hrepp í Skorradal og Perla Steingrímsdóttir tóku þátt fyrir Íslands hönd á Norður Evrópumóti 31.ágúst í Danmörku þar lentu þau í 4. sæti í flokki ungmenna 16-18 ára latín en þau eru bæði 16. ára. Í opinni keppni á sunnudeginum 1.september lentu þau í 2. sæti í 16-18 ára latin og 3. sæti i 16-21 àra …
4G netþjónusta frá Nova
Í tilefni þess að Nova er komin með 4G netþjónustu í Skorradal verða þeir með kynningu á 4G í Hreppslaug laugardaginn 6.júlí frá kl. 13-17. Endilega að taka með sér sundfötin og kynna sér 4G.
Hreppslaug búin að opna
Hreppslaug er opin fimmtudaga og föstudaga frá kl:19-23 laugardaga og sunnudaga frá kl:13-22
Gleðilegt sumar
Sveitastjórn Skorradalshrepps óskar íbúum og sumarhúsaeigendum gleðilegs sumars.
Útbreiðsla sinubrunans í Hvammi 30.mars 2013
Á meðfylgjandi mynd sérst svæðið sem brann þegar að kveiknaði í út frá flugeld þann 30.mars sl. Einnig er hér linkur í vefsíðu frá Náttúrufræðistofu sem fjallar nánar um gróðurbrunann. http://www.ni.is/frettir/nr/13973
Tilkynning frá Kjörstjórn Skorradalshrepps vegna Alþingiskosninga 2013
Kjörfundur vegna alþingiskosninga sem fara fram laugardaginn 27. apríl n.k. verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Einnig mun kjörskrá liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa Skorradalshrepps Kjörstjórn Skorradalshrepps
Fuglavernd
Landeigendur Fitja áforma að koma í veg fyrir umferð við Álftarhólma og Álftatanga ( um Skrubbu) í Skorradalsvatni. Þetta er í samræmi við stefnu í tillögu að aðalskipulagi hreppsins, kf. 4.11 Vélknúin umferð á Skorradalsvatni: Öll umferð vélknúinna farartækja er bönnuð við austurenda Skorradalsvatns, þ.e. ósasvæði Fitjaár og við Álftarhólma og Álftatanga, frá 20. apríl til 1. júlí vegna viðkvæms …
Sinueldur í Skorradal
Eldur blossaði upp austast í Hvammslandi í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar kallað út. Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Tryggvi Sæmundsson frá Hálsum í Skorradal kom fyrstur á staðinn á gröfu og beitti henni á eldinn með því að róta í jarðveginum. Talið að kveiknaði hafi í út frá flugeldum en gróður er mjög þurr og er …
Hætta á gróðureld
Vegna mikilla þurrka er mikil hætta á gróðureldum ef ekki er farið varlega.
