Kæru íbúar, frístundahúsaeigendur og aðrir þeir sem þurf að hafa samskipti við sveitarfélagið. Nú hittist svo á að oddviti er í fríi frá 13.-23.júní og verður því ekki á skrifst0funni á auglýstum tímum það tímabil en ef brýna nauðsyn ber til er hægt að hafa samband við Guðnýju Elíasdóttur varaoddvita gudny.eliasdottir@skorradalur.is eða í síma 8474163. Önnur starfsemi á að vera …
Hreppsnefndarfundur nr 168
FUNDARBOÐ 168. fundur hreppsnefnd verður haldinn á Hvanneyri,laugardaginn 11. júní 2022 og hefst kl. 09:00 Fundi var frestað vegna veikinda, en átti að fara fram þann 8. júní s.l. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri mun tengjast fundinum í gegnum fjarfundarbúnað undir liðum 22 og 23 um kl. 10:30 Dagskrá: Almenn mál 1. Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022 – 2206002 Lagðar fram fundargerðir kjörstjórnar …
Fasteignaálagning 2022
Álagning fasteignagjalda 2022 er lokið og eru álagningaseðlar inn á island.is. Greiðsluseðlar eru inn á heimabanka hvers og eins undir rafræn skjöl. Alagning 2022
Hreppsnefndarfundur nr.167
Hreppsnefndarfundur nr. 167 verður haldinn 27.maí kl.16:00 Dagskrá: Ársreikningur 2021 til seinni umræðu Fundagerðir: Skipulags- og bygginganefndar SSV-fundir SIS – fundir Funargerð Faxaflóahafnar.
Hreppsnefndarfundur nr.166
Hreppsnefndarfundurfundur nr. 166 verður haldin á skrifstofu sveitarfélagsins 20.maí kl. 16 Ársreikningur 2021 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (bréf, varðandi Andakílsárvirkjun) Lóðaumsókn, Birkimóa 4 Refa og minkaveiðar Brák (sjálfseignarstofnun) Fundagerðir Skipulags- og bygginganefndar SSV SIS: fundir, 907-909 Faxaflóahafnir 219
Úrslit sveitastjórnakosninga 2022
Á kjörskrá voru 47 og var kjörsóknin 87,2% Úrslitin voru þessi: Aðalmenn: Jón Eiríkur Einarsson, Mófellsstaðakoti, 22 atkvæði Kristín Jónsdóttir, Hálsum, 22 atkvæði Pétur Davíðssson, Grund 2, 21 atkvæði Óli Rúnar Ástþórsson, Birkimóa 1, 20 atkvæði Guðný Elíasdóttir, Mófellsstöðum, 15 atkvæði Varamnenn: Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Dagverðarnesi 72 Björn Haukur Einarsson, Neðri-Hrepp Svanhvít Jóhanna Jóhannsdóttir, Hvammshlíð Ómar Pétursson, Indriðastöðum Tryggvi Valur …
Tillaga nýs deiliskipulags kynnt á opnum degi
Frístundabyggð 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 165. fundi sínu þann 27. apríl 2022 að auglýsa fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags sjö frístundalóða í landi Dagverðarness á svæði 9, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir …
Sveitastjórnakosningar 14.maí 2022
Kjördeild Skorradalshrepps verður á skrifstofu Skógræktar ríkisins í Hvammi. Kjörstaður opnar kl.12.00. Íbúar Skorradalshrepps eru hvattir að nýta sér kosningarétt sinn og mæta snemma á kjörstað. Kjörstjórn Skorradalshrepps
Sveitarstjórnarkosningar 2022 – Kjörskrá
Kjörskrá hefur verið yfirfarin og samþykkt í sveitarstjórn 27.apríl sl, hún verður öllum opin til skoðunar á skrifstofu hreppsins eða á heimili oddvita að Horni fram að kjördegi. Kjörfundur verður verður í húsnæði Skógræktar ríkisins í Hvammi 14.maí og hefst kjörfundur kl. 12. Utankjörfundarkjörfundarafgreiðsla er hjá sýslumanni í Borgarnesi. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á …
Hreppsnefndarfundur nr. 165 27.apríl kl. 16
Hreppsenefndarfundur nr. 165 verður haldinn 27.apríl kl:16 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3. Dagskrá: Kosningar 14.maí (kjörskrá, kjörstaður, kjörstjórn, kjörseðlar) samningar við Borgarbyggð (staða/yfirferð) lóðaumsóknir Faxaflóahafnir (sameignarfélagssamningar) Vegagerðin (styrkvegir) Ný-VEST (stofnfundur) Aðgengisfulltrúi Sorphirða (gróðurúrgangur) Fasteignagjöld (breyting á álagningarreglum) Innviðarráðuneytið (umsögn) Launamál Ljósleiðari (staða framkvæmda) Fundagerðir: Skipulags- og byggingarnefnd SSV fundir 164- 167 SIS fundir 901-906 Faxaflóahafnir 211-218