Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25.september 2021

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25.september 2021 fer fram í húsnæði skógræktar ríkisins í Hvammi. Kjörstaður opnar klukkan 12. Kjósendur eru hvattir til að mæta snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Kjósendur eru hvattir til að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma.

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá Skorradalshrepp vegna alþingiskosninga 25.september 2021 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á senda þær til sveitastjórnar skorradalur@skorradalur.is Kosið verður í starfsmannahúsi Skógræktarinnar í Hvammi laugardaginn 25.september 2021

Dagskrá Hreppsnefndarfundar nr. 159

Hreppsnefndarfundur nr. 159. verður haldinn 8. sept. kl. 20:30 á skrifstofu sveitarfélagsins Dagskrá: 1. Þróunarfélagið Grundartanga (gestir) 2. Bréf (Vegagerðin ) 3 Vegagerðin ( styrkvegir ) 4. Brákarhlíð ( árlegt framlag ) 5. Faxaflóahafnir ( bréf ) 6. Lögreglan ( umferðamerki ) 7. Kjörskrá v, Alþingiskosninga 25. Sept. 8. Samningar Borgarbyggð 9. Sundlaugarhús ( staða mála ) 10. Bréf ( …

Smalamennskur og réttir

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum.  Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 12.september kl:10:00 og leitardagur er  laugardaginn 11.september. seinni rétt er laugardaginn 25.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …

Hjólreiðamót 15.ágúst n.k

Ágætu íbúar Skorradals. Næstkomandi sunnudag 15.ágúst heldur Hjólreiðadeild Breiðabliks hjólreiðamót sem hefst og endar í Brautartungu í Lundarreykjardal. Allir 70 keppendurnir fara um noraðnverðan Skorradal. þ.e. koma yfir Hestháls og fara upp línuveginn yfir á Uxahryggi.  Mótarnefnd yrði ykkur voðalega þakkált ef þið gætuð sýnt keppendum tillitssemi og ekki væri verra ef þeir fengju hvatningu frá ykku þegar þeir fara …

Tilkynning frá oddvita

Skorradalshreppur hefur nú látið verktaka hreinsa gámasvæðið af gróðurúrgangi, sem hefur verið settur þar í óleyfi og jafnframt  hefur hann hækkað mönina sem á að draga úr foki frá svæðinu. Það er Íslenska Gámafélagið, sem annast tæmingu gámana og reynir að tæma þá svo oft sem þurfa þykir. Gámarnir á svæðinu eru hugsaðir fyrir almennt sorp, spilliefni, timbur og málma.  Það er …

Sumarlokun skrifstofu Skorradalshrepps

Auglýstur opnunartími á skrifstofu Skorradalshrepps Hvanneyrargötu 3 á mánud. og fimmtud. kl. 10.3o til 12.00  fellur niður vegna sumarfrís frá 15. júlí til 19. ágúst. Ef um er að ræða sérstök mál, sem ekki geta beðið, er möguleiki á að hafa samband við oddvita í síma 8920424 Árni Hjörleifsson oddviti

Hreppsnefndarfundur nr. 158 23. júní 2021

Hreppsnefndarfundur nr. 158. verður haldinn  23. júní.   kl. 20.30 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá fundar: 1.      Sundlaugarhús ( viðauki við samkomulag) 2.      Samningar ( Borgarbyggð) 3       Minnisbl.  ( Heilbriggðiseftirlit Vesturlands ) 4.      Bréf  ( Forsætisráðunneytið ) 5.      Bréf  ( Samgönguráðuneytið ) 6.      Bréf  (Vegagerðin ) 7.      Urðunarmál 8.      Rekstrarleyfi 9.      Lóðaúthlut 10.      Framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar 11.  …

Fundur með landeigendum vegna Holtarvörðuheiðarlínu 1

Í næstu viku hefur Landsnet boðað til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1. Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní. Fundirnir hefjast kl: 20.00 og áætlað að ljúki um 22.00. Sama efni verður á báðum fundunum engin svæðisskipting einungis verið að …

Hætta á gróðureldum vegna þurrka

Ágætu Skorrdælingar, nú eru miklir þurrkar og því jarðvegur mjög þurr og því sérstök ásæða til að fara varlega með opinn eld. Ég vek sérstaklega athygli á því, að á skógarsvæðum, er mikill eldmatur í skógarbotnum og því sérstök ástæða til varfærni. Hjálpumst að, við að tryggja öryggi okkar allra. B.kv. Árni Hjörleifsson  oddviti