Ljósmyndasýningin – Eyðibíli í Skorradal allt árið

Úti, inni og allt um kring á eyðibýlinu Stálpastöðum í Skorradal, stendur yfir ljósmyndasýningin Eyðibýli í Skorradal allt árið. Sýningin, sem er samvinnuverkefni Kristínar Jónsdóttur, ljósmyndara á Hálsum, og Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum, var opnuð við hátíðlega athöfn laugardaginn 11. júní og mun standa fram í ágúst. Á sýningunni gefur að líta tuttugu ljósmyndir í lit sem Kristín hefur unnið …

Tilkynning vegna losun gróðurúrgangs í Skorradalshrepp

Íbúum og eigendum frístundahúsa er vinsamlega bent á að losun gróðurúrgangs er bönnuð á gámasvæði Skorradalshrepps sem er við Mófellsstaði. Bent er á að það er á ábyrgð landeigenda jarða að sjá um að útvega stað til urðunar. Með vinsemd, Starfsfólk Skorradalshrepps

Tilkynning til sumarhúsaeigenda í Skorradalshreppi.

VILTU LEIGJA OKKUR SUMARBÚSTAÐ Í SKORRADAL? Kæri sumarbústaðaeigandi. Við rekum heilsutengda ferðaþjónustufyrirtækið Coldspot, sem sérhæfir sig í ferðum um Vesturland. Ferðir okkar eru nýlunda hér á landi. Við óskum eftir samstarfi við þig og aðra áhugasama sumarbústaðareigendur í Skorradal um leigu á sumarbústöðum til erlendra gesta okkar í 1-10 daga í senn á hvaða tíma ársins sem er, allt eftir …

Fundarboð á heimasíðunni.

Í framtíðinni mun Skorradalshreppur birta fundarboð á hreppsnefndarfundi hér á heimasíðu Skorradalshrepps tveim dögum fyrir auglýsta fundi. Stefnt er að því að hreppsnefndarfundir verði haldnir annan miðvikdudag í mánuði kl 20:30. Fyrir áhugasama þá verða fundarboðin birt undir fundargerðir – fundarboð. Kær kveðja Starfsfólk Skorradalshrepps.

Jólakveðja

Hreppsnefnd og starfsmenn Skorradalshrepps óska Skorrdælingum sem öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum það liðna.

Íbúafundur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps boðar til íbúafundar með íbúum Skorradalshrepps í kvöld kl. 20:30 – 22:00. Fundurinn verður haldinn á Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. Fundarefni: Grunnskólamál F.h. Skorradalshrepps Árni Hjörleifsson, oddviti.

Losun rotþróa í Skorradalshrepp

Mánudaginn 5. október sl. hóf Hreinsitækni ehf. að losa rotþrær á svæði 6 í Vatnsendahlíð. Áætlað er að Hreinsitækni vinni áfram inn eftir Skorradalsvatni fram til 16. október og taki þá tveggja vikna pásu en haldið verði áfram vinnunni í nóvember. Til þess að hreinsun geti gengið sem best þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá …

Leitir og réttir 2015

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að leitum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt: Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 13.september kl:10:00 og leitadagur er laugardaginn 12.september. Seinni rétt er laugardaginn 26.september þegar að smölun lýkur. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið …

Frí hjá skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps verður í sumarfríi til þriðjudagsins 18 ágúst. Skrifstofan verður því lokuð 28. júlí, 4. og 11. ágúst en áfram verður opið á mánudögum og fimmtudögum frá kl: 10:30 – 12:00.

Reykholtshátið 24. – 26. júlí 2015

Skemmtileg hátíð verður haldin í Reykholti n.k. helgi. Endilega kíkið við í Reykholti og gerið ykkur glaðann dag. Hér eru nánari upplýsingar um hátíðina. http://www.reykholtshatid.is/